fbpx

Fyrir & eftir með bareSkin

Ég Mæli MeðFarðarLífið MittLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og ég sagði ykkur frá í síðustu viku hef ég verið að prófa mig áfram með vörurnar frá bareMinerals. Ég byrjaði á því að segja ykkur frá well-Rested pennanum en þið getið fundið færsluna HÉR. Næsta vara sem heillaði mig frá merkinu er nýji farðinn bareSkin Pure Brightening Serum Foundation.

Serum farðinn sameinar förðunar- og snyrtivöru í einni vöru. Farðinn er ofurþunnur en ótrúlega drjúgur og fer virkilega vel með húðina. Hann er ríkur af andoxunarefnum sem verja húðina vel yfir daginn. Farðinn hefur unnið til Allure verðlauna sem besta varan í sínum flokki – það eru verðlaun sem ég tek sjálf mikið mark á.

Formúla farðans er án olíu, parabena, ilmefna og silikons svo ef þið eruð viðkvæmar fyrir þeim efnum er þetta farði sem þið ættuð að kíkja á við fyrsta tækifæri.

bareskin2

Á myndinni hér fyrir ofan er ég með Serum farðann en ég er búin að klára förðunina, bæta smá hyljara, well-Rested að sjálfsögðu, skyggingarlit, kinnalit, maskara og svo setti ég léttan varalit á varirnar.

Hér er svo farðinn sjálfur í allri sinni dýrð ásamt burstanum sem mælt er með að sé notaður í hann.

bareskin12

Áður en farðinn er notaður er mikilvægt að hrista hann vel. Kreistið svo flöskuna og setjið einn dropa í miðju burstans. Ég þarf heila 3 dropa til að ná að hylja alla húðina með farðanum  – hvorki meira né minna svo þessi farði mun endast mér mjööög lengi. Ég er ekkert að setja neitt lítið af farða heldur ég næ með þessu magni að hylja húðina mjög vel og setja þétta og flotta áferð á húðina.

Burstinn er mjög sérstakur og skemmtilegur – í miðju burstans eru hárin töluvert styttri þar á að setja farðann sjálfan. Hringinn í kringum það svæði eru hárin lengri. Burstann nota ég svo með hringlaga hreyfingum og dreifi úr farðanum jafnt yfir húðina. Löngu hárin passa uppá það að áferðin á farðanum sé alveg jöfn og þéttleikinn fullkominn.

bareskin11

Fyrir og eftir myndir eru alltaf nauðsynlegar þegar nýr farði er testaður – hér fyrir neðan er fyrir mynd in þar sem ég er með tandurhreina húð.

Ég er með rauða flekki hér og þar í húðinni, sérstaklega á hökunni svo er það auðvitað leiðinda plómuliturinn sem er undir augunum mínum.

bareskin13Hér er svo auðvitað eftir myndin þar sem þið sjáið að farðinn nær að hylja alla þessa óvelkomnu liti en auk þess nær hann að hafa áferð og litarhaft húðarinnar mjög náttúrulegt.

bareskin9

Ég er lang hrifnust af áferðinni sem er svo falleg og náttúruleg. Hún er ljómandi en samt mött og húðin mín fær að njóta sín vel. Farðinn dregur einhvern vegin fram það besta í minni húð finnst mér.

bareskin7

Með farðanum finnt mér algjör óþarfi að nota neitt púður til að matta áferðina – farðinn skilur eftir sig matta en náttúrulega áferð. Ending farðans er til fyrirmyndar og mér finnst ég ekki þurfa að fríska uppá hann yfir daginn – ekki nema ég ætli mögulega að breyta förðuninni algjörlega.

Þetta er fullkominn farði fyrir ykkur sem viljið náttúrulega áferð en samt farða sem hylur vel og leiðréttir litarhaft ykkar. Þessi farði gerir það og mikið meira.

bareskin

Þetta er dásamlegur farði sem ég er mikið búin að nota síðan ég fékk hann og hann er alveg á topp 3 listanum mínum yfir uppáhalds farðana mína fyrir október. Ég ætla að fara yfir uppáhalds vörurnar mínar á nýjan hátt núna – langar aðeins að prófa að gera eitthvað öðruvísi.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Annað dress & förðun dagsins

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Lára

    3. November 2014

    Er þessi sniðugur fyrir þá sem eru með feita húð og krónískan glansa ? Hvaða varalit ertu með ? hann er æði !!

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. November 2014

      Held það sé um að gera að prófa alla vega! Getur ábyggilega fengið að prófa farðann á húðinni þinni á einhverjum af sölustöðum bare Minerals og testað svo endinguna sjálf :)

      Varaliturinn er Dior Rouge Baume í litnum Spring :)

  2. Ásta Rut

    3. November 2014

    Sæl, þessi farði lítur vel út og eitthvað sem ég þarf að kynna mér en svo langaði mig til að forvitnast hvaða kinnalit og varalit þú er með á síðustu myndinni? :)

  3. Heiða

    3. November 2014

    Hlakka svo mikið til að fara til New York næstu helgi, það verður farið beint í Sephora og keypt fullt af Bare Minerals vörum :)

    • Íris Ósk

      3. November 2014

      Hey, ég líka! Og ætla líka að kaupa bareMinerals í Sephora. :)

  4. Linda

    3. November 2014

    Mig langar mjög að prufa þessa vöru! Væri ekki alveg hægt að nota expert face brush eða stippling brush í hana í stað burstans sem þú notaðir?

  5. Helga

    3. November 2014

    Hvaða lit notar þú? :)

  6. Brynja Guðmundsdóttir

    3. November 2014

    Hvar er hægt að fá þennan á íslandi?

  7. Bára

    3. November 2014

    Hvar fást þessar dásamlegu vörur ?

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. November 2014

      Hagkaup og Lyf og Heilsu hér á Íslandi – það eru alla vega sölustaðirnir sem ég man svona í fljótu bragði eftir :)

  8. eyrún hrefna

    3. November 2014

    vei, og er cruelty free. kannski prófa ég þetta :)

  9. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    3. November 2014

    Farðinn er spennandi en þessi varalitur er geðveikur…..verð að eignast hann =)