fbpx

Föstudagssamba!

Lífið MittMAC

Í tilefni þess yndislega Írisin mín var að komast inní leiklistina í LHÍ hóaði ég saman nokkrum góðum vinkonum og við fórum með henni útað borða á Sushisamba. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á staðinn ég – eiginlega búin að vera ólétt síðan hann opnaði og ég vildi ekki fara og mega ekki borða sushiið. Ég sé sko ekki eftir því að hafa beðið því ég hefði ekki getað staðist sushi freistingarnar!

Fyrsta stelpukvöldið mitt síðan ég átti Tinna og vá hvað ég skemmti mér vel það var svo gaman að hlusta á sögur frá þessum stórkostlegu vinkonum mínum og hlæja og gleðjast saman yfir sushi og kokteilum – óáfengum fyrir mig þar sem ég er ekki alveg farin að leggja í hinsegin, ekki alveg strax;)
Hópmynd er nauðsynleg! María, Íris Tanja, ég, Andrea Rós, Lóa og Sigrún. Komnar með fína matinn okkar – rosalega fannst mér gaman að borða svona fallegt sushi þetta eru nánast bara listaverk hjá þeim:)

Ég var með nýja varalitinn minn frá MAC – hann er úr Archie’s Girls. Ég var komin með einn frá Betty en mér fannst ég verða að eiga einn frá Veronicu líka, þessi er dökkfjólublár og liturinn er mjög þéttur og þekjandi en ég sá reyndar í gærkvöldi að skv. Facebooksíðu MAC í Kringlunni er hann uppseldur veit ekki hvort það á við um báðar verslanir eða hvort það séu kannski til e-h í Debenhams. Það er samt þess virði að tékka á því ef þið eruð hrifnar af svona dökkum litum eins og ég:)

Við tókum þetta alla leið og fengum okkur líka forrétt að sjálfsögðu!
Fallega sushiið mitt – hlakka til að fara aftur og smakka meira. Komst að því að ein rúlla er alveg nóg fyrir mig alla vega þetta er svo matarmikið:)

Takk fyrir dásamlegt kvöld stelpur þetta gerum við aftur!

EH

Red Means Go!!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Edda Sigfúsdóttir

    11. March 2013

    Sætar eruði!