fbpx

Red Means Go!!

Fyrir HannIlmir

„Stopping won’t get you anywhere – red means go!“

Ekki í umferðinni heldur hjá Hugo Boss – það er mættur nýr ilmur frá merkinu sem nefnist Hugo Red. Ilmurinn inniheldur blöndu andstæðra efna sem er hvött til að rjúfa hefðina og að leyfa sköpunarmættinum að taka völdin. Þannig hvetur Hugo Boss herramennina til að taka stjórnina og gera eitthvað skapandi, nýtt og spennandi eins og kannski að nota nýja ilminn hans – mér finnst þetta svolítið skemmtileg hugsun á bakvið herrailm. Þegar ég hugsa útí það þá finnst mér eitthvað svo heillandi við karlmann – að sjálfsögðu minn eigin – sem ilmar vel, hann verður svo flottur og óstöðvandi einhvern vegin. Eins og kom hérna fram fyrir ofan þá byggir ilmurinn á andstæðum tónum – þéttum köldum tóni, sem samanstendur af greipávexti og rabarbara  og fljótandi heitum tóni, sem er byggður á sedrusviði og heitu rafi. Saman endurspegla þessir tónar andstæður heitra og kalda málma. Mér finnst ilmurinn sérstaklega karlmannlegur svo fyrir mér þá finnst mér þeim hafa tekist að láta þessar andstæður mynda mjög gott samstarf.

Þessar heitu og köldu andstæður halda svo áfram í umbúðunum – en þetta eru án efa einar flottustu umbúðir sem ég hef séð og viðbrögðin mín voru „VÁ!!“. En glasið er húðað með sérstöku hitanæmi efni – svo þegar þið takið utan um glasið þá skiljið þið eftir ykkar eigið mark á glasinu. Það má eiginlega lýsa þessu eins og þegar þið takið utan um ískalt vatnsglas þá er kannski komin smá móða á það og það verða eftir fingraför – nema á glasinu er engin móða. Virkilega flott og með þessu nær Hugo Red ilmurinn að skera sig svona smá frá hinum Hugo ilmunum sem eru í eins löguðu glasi og þessi.

Hér fyrir neðan sjáið þið auglýsinguna fyrir ilminn en það er Jared Leto sem er andlit ilmsins eins en hann var það einnig árið 2011 þegar Hugo Just Different ilmurinn kom út.

Eftir að hafa lesið aðeins um hugsunina á bakvið ilminn kemur það mér ekki á óvart að rauði liturinn skyldi hafa orðið fyrir valinu því hann er í mínum augum og augum margra annarra einn sterkasti liturinn. Þegar ég er t.d. með rauðan varalit þá líður mér allt öðru vísi en þegar ég er t.d. með bleikan mér finnst ég svo miklu máttugri og sjálfstraustið fer alveg á fullt.

Er ekki um að gera að dekra smá við strákinn í lífi manns – mér finnst alla vega voðalega gaman að dekra við minn <3

EH

Kinnalitir #3

Skrifa Innlegg