fbpx

Forsíðulúkkið

DiorLífið MittmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mín

Fyrst langar mig að nefna það að hér neðar er að finna nöfnin á nýju eigendum Dior Addict It-Lash maskarans!

En annars þá langaði mér að sýna ykkur förðunina sem ég kaus að vera með í myndatökunni fyrir viðtalið mitt í Séð & Heyrt. Mig langar líka að byrja á því að þakka fyrir frábærar viðtökur við viðtalinu sem ég er búin að fá að heyra af. Mér þykir svo vænt um það, ég var mjög hreinskilin í viðtalinu og talaði um hluti sem mögulega margar ykkar vissu ekki um áður. En ég er persónulegur bloggari og hef alltaf verið það eins og þið kannist eflaust við en mér finnst mikilvægt að þið sem lesið síðuna og fylgist með mér og mínu lífi í gegnum bloggið fáið smá tilfinningu fyrir því hver ég er, hvaðan ég kem og hver mín gildi eru. Ég hvet ykkur endilega til að lesa viðtalið – Séð & Heyrt er auðvitað aðgengilegt á bókakaffihúsum um allt land :)

En að förðuninni, þegar ég hef verið að fara í myndatökur sjálf og verið að farða fyrir slíkar líka þá legg ég alltaf mesta áherslu á að húðin sé fullkomin. Ljómi getur unnið vel með réttri lýsingu og því lagði ég áherslu á að lýsa upp ákveðin svæði í andlitinu til að gefa þeim aukna birtu þegar ljósið endurkastaðist af andlitinu. Ég er ekkert mikið í því að vera með mikla augnförðun og ég ákvað að skyggja bara lítillega augun. Varirnar fengu svo bara að vera neutral í þetta sinn :)

s&hcollage

Hér fyrir neðan sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði:

s&h

Einfaldleikinn réð svo sannarlega ríkjum og þetta eru allar vörurnar sem ég notaði – 7 stykki – hvorki meira né minna!

Skin best CC krem frá Biotherm: þetta CC krem vanmat ég frá upphafi – ég tek það alfarið á mig. Ég er búin að nota það svo mikið síðustu daga og það er klárlega eitt af betri CC kremum sem er fáanlegt í dag. Áferðin á húðinni er fullkomin, þekjan er passleg og ljóminn ómótstæðilegur – mæli með!

True Match hyljari frá L’Oreal: þessi er klassískur og ég dett alltaf í hann aftur á milli þess sem ég prófa nýja hyljara.

Baby Doll Kis & Blush frá YSL: skemmtilegasta nýjung sumarsins, þennan fer ég mjög ósparlega með og liturinn er ekta ég!

Natural Eye Brow Pencil frá Shiseido: einn af mínum uppáhalds mótunarblýöntum. Áferðin verður bara svo mjúk, púðurkennd og því náttúruleg. Liturinn minn er Deep Brown og hann er kaldur sem hæfir mínu litarhafti.

L’Oreal Color Riche eyelinerblýantur í dökkbrúnu: þessi er mjúkur og góður og til að dýpka aðeins augun þá setti ég mjóa rönd meðfram augnhárunum og smudge-aði til.

Dior Addict It-Lash maskarinn: þessi er einfaldlega snilld eins og dömurnar hér að neðan fá að komast að!

Burt’s Bees Tinted Lip Balm: ég er að farast yfir því að vera ekki að finna þennan fallega varasalva sem ég eignaðist nýlega! Liturinn er fullkominn og varasalvinn gefur svo góðan raka. Nú þarf ég að láta hendur standa framúr ermum og leita – hér er ég með nude litaðan varalit, liturinn er Honeysuckle og er fullkominn til daglegrar notkunar – mæli með!

Hér sjáið þið svo lesendurnar fjóra sem fá nýja Dior Addict It-Lash maskarann til að prófa!

 

Screen Shot 2014-06-21 at 8.49.00 PM Screen Shot 2014-06-21 at 8.48.47 PM Screen Shot 2014-06-21 at 8.48.29 PM Screen Shot 2014-06-21 at 8.48.15 PMEf ykkar nafn er þarna á meðal megið þið endilega senda mér nafn og heimilisfang svo hægt sé að senda maskarann á ykkur. Sendið mér upplýsingarnar á ernahrund(hjá)trendnet.is.

Takk líka fyrir frábæra þáttöku í maskara„leiknum“ en núna eftir helgi fer annar svona af stað en þá ætla ég að gefa nýju hreinsigræjuna frá Olay sem ég er búin að nota núna á hverjum einasta degi í næstum tvær vikur og ég sé mikinn mun á húðinni!

EH

Náðu lúkkinu: Festival förðun!

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Þórhildur

  21. June 2014

  Hvaða lit af true match hyljaranum ertu að nota :)?

  • Ég nota mest lit nr. 1 hann er gulur eins og húðtónninn minn nr. 2 er of rauður fyrir mitt litarhaft :)

   • Þórhildur

    21. June 2014

    Hef akkurat verið að nota ljósasta undir augun, en finnst hann aðeins of ljós. Veistu um einhvern annan góðan gulann :)?

    • Tékkaðu á Healthy Mix hyljaranum frá Bourjois – þeir koma í túbu mjög góðir og þéttir eins og L’Oreal hyljarinn ;)

 2. Ragna Björk Kristjánsdóttir

  22. June 2014

  Vá! Takk fyrir mig :-) Ég er búin að senda þér póst. Vííííí! :-)

 3. Hólmfríður Magnúsdóttir

  23. June 2014

  Æðislegt, takk kærlega fyrir mig! :) Ég þarf að næla mér í þetta blað greinilega :)