fbpx

Náðu lúkkinu: Festival förðun!

FallegtFashionLúkkMakeup ArtistMakeup TipsNáðu Lúkkinu

Nú eru eflaust margar ykkar á leið á Secret Solstice hátíðina sem fer fram í Reykjavík um helgina. Mér finnst þetta ekkert smá spennandi hátíð en ég kemst því miður ekki ég hlakka því til að fylgjast með mínu fólki á Instagram og Facebook og fá stemminguna beint í æð frá samfélagsmiðlunum!

Mér datt því í hug að helga þessari „náðu lúkkinu“ færslu frísklegri förðun sem væri upplögð fyrir ykkur sem eigið leið í Laugardalinn. Hver er betri til að nota í færsluna en Kate Bosworth. Hún er alltaf með óaðfinnanlega húð og mikill aðdáandi tónlistarhátíða sjálf og tíður gestur. Hér eru nokkur dæmi um fallegar farðinir sem Kate hefur skartað – ef þið smellið á myndirnar þá poppa þær upp stærri. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að húðin er alveg pörfekt.

Ég ákvað að velja förðunina hér fyrir neðan til að kryfja fyrir ykkur – alveg pörfekt og hentar öllum. Takið eftir augunum hennar Kate, þau eru alveg stórkostleg.

ac9bad5e810c4e47da86cffd352ae381

Það sem ég elska sérstaklega við þetta lúkk er það að hér er kinnaliturinn í sama tón og varaliturinn og það gerir heildarlúkkið svo fallegt.

Byrjið á því að undirbúa húðina með góðum raka og loks primer – passið að leyfa bæði kreminu og primernum að þorna áður en þið berið aðrar förðunarvörur á húðina.

Setjið þunnan fljótandi farða, bb krem, cc krem eða bara litað dagkrem yfir húðina. Eitthvað sem er ekki of þykkt og gefur húðinni fallega og jafna áferð. Notið ljómandi hyljara í kringum augun, varirnar, niður eftir nefinu og á hökuna. Blandið honum vel saman við undirstöðuna sem þið settuð fyrst. Takið svo dekkri tón af ljómandi hyljara og setjið undir kinnbeinin, sitthvorum megin við miðju ennisins og á kjálkann og blandið aftur vel saman við húðina. Kate er ekki með neina skarpa skyggingu svo ég myndi sleppa öllu sólarpúri hér. Berið bara létt litlaust púður yfir alla húðina til að matta hana aðeins. Ef þið viljið halda í ljómann þá mæli ég með Wonder Powder frá Make Up Store.

Þá er komið að augunum. Hér Kate með lítið sem ekkert en þegar ég rýndi í aðrar myndir af sömu förðun spottaði ég það að hún er með sanseraðan kampavínslitaðan augnskugga sem frekar en að vera of áberandi er bara notað til að gefa augunum jafna umgjörð og birta aðeins yfir augunum og draga athygli að einstaka litnum á þeim. Notið svo einfaldan lengingamaskara helst með gúmmíbursta og einhvern sem þið vitið að smitar lítið frá sér.

Þá eru það kinnarnar en eins og þið sjáið er Kate með orange tóna kinnalit og nóg af honum. Ég myndi hér nota púðurlit og helst lausu Halo kinnalitina frá Smashbox því það er svo auðvelt að blanda vel og dreifa jafnt úr þeim yfir húðina. HÉR hef ég sýnt ykkur sambærilegan lit.

Loks eru það varirnar en hér myndi ég byrja á því að grunna yfirborð varanna með smá hyljara og loks glærum varablýanti til að koma í veg fyrir að breyta litnu á ykkar varalit. HÉR sjáið þið allt um glæra varablýanta. Veljið svo fallegan bjartan helst þéttan og kremaðan varalit (þeir endast vel) í orange tón og setjið yfir varirnar. Reynið að móta hann þannig að varirnar verði rúnaðar ekki og hvassar.

Ef þið eruð svo að skella ykkur á Secret Solstice hátíðina þá er upplagt að hafa það á hreinu að á staðnum er sérstakt makeup tjald þar sem förðunarfræðingar frá Smashbox og nemar í förðun hjá Fashion Academy fríska uppá lúkkið. Mér finnst það ótrúlega sniðugt því stundum þarf maður að fá smá ábót á varalitinn, kinnalitinn og púður yfir andlitið. Básinn er opinn frá 14-22 alla dagana sem hátíðin stendur yfir.

Ef ég get gefið ykkur eitt tips fyrir farðanir helgarinnar þá er það að vera með eins mikið vatnshelt og þið getið. Í fyrsta lagi þá er veðrið á Íslandi óútreiknanlegt og þar sem þetta eru langir dagar þá er hætta á að með svita og dansgleði að förðunarvörurnar dofni til. Notið því primer, vatnshelda maskara og eyelinera og ef þið ætlið að vera með miklar augnfarðanir tékkið þá á sérstökum augnskuggaprimerum eins og 24 stunda primernum frá Smashbox sem var að koma í verslanir – hann er á testlistanum mínum fyrir helgina :)

Góða helgi!

EH

Bjartur eyliner

Skrifa Innlegg