fbpx

Sýnikennsluvideo: Glær varablýantur

Estée LauderMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14TrendVarir

Ég kynntist nýlega skemmtilegum varablýanti sem ég er mikið búin að nota uppá síðkastið. Það sem er sérstakt við blýantinn er að hann er glær og algjörlega litalaus.  Ég ákað að skella í sýnikennslumyndband til að fræða ykkur betur um gripinn og sýna ykkur hvernig ég nota hann með björtum sumarlegum varalit.

glærblýantur

Hér er myndbandið….

Hér sjáið þið vörurnar tvær sem ég notaði….

Screen Shot 2014-05-25 at 12.49.15 PM

Double Wear stay in place glær varablýantur frá Estée Lauder:

Varablýanturinn mattar varirnar og virkar sem eins konar primer fyrir varirnar. Þær verða mun áferðafallegri og jafnast út. Þar sem blýanturinn er glær hefur hann engin áhrif á litinn á varalitnum sem fær því að njóta sín mun frekar. En þegar um er að ræða líka varalit eins og þennan sem ég nota sem er með nánast hreinum litapigmentum er skemmtilegra að leyfa honum að njóta sín. Með varablýant á vörunum er líka auðveldara að bera varalitinn á og þið eruð mun fljótari að því. Þessi passar líka með öllum litum vegna litaleysis síns og þennan getið þið líka notað t.d. undir gloss. Varablýanturinn passar að sjálfsögðu líka uppá það að varaliturinn eða þá varaglossið blæði ekki útfrá vörunum.

Pure Color Envy Sculpting Lipstick í litnum Impassioned:

Hér er varalitur sem smellpassar inní orange varalitatrendið sem á að vera aðal varaliturinn í sumar ef marka má helstu fegurðarspekinga. Varaliturinn er mótaður þannig að það er sérstaklega auðvelt að bera hann á varirnar og hann gefur jafna þekju í hverri stroku. Þess vegna vel ég að nota litinn sjálfan sem mest eins og þið sjáið í myndbandinu. Pure Color vörurnar frá Estée Lauder einkennast af mjög sterkum og nánast hreinum litapigmentum og því er endingin mjög góð og liturinn sérstaklega sterkur. Ég hef sýnt ykkur áður annan lit HÉR sem er meira útí plómulitaðan.

glærblýantur3

Ef þið eruð mikið með varablýnta þá er glær varablýantur ef til vill eitthvað sem þið ættuð að kíkja á þar sem hann virkar alltaf og með öllu. Mögulega budduvænna en að eiga einn blýant með hverjum varalit :)

EH

5 hlutir sem einkenna síðustu daga

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Eva Ýr

    26. May 2014

    Hvaða varalita bursta eru að nota í þessu myndbandi, og hver finnst þér vera besti burstinn á markaðnum? Mér finnst varalitaburstar oft vera með of löngum hárum svo það verður erfitt að móta varirnar með þeim (eða ég er bara algjör klaufi)

    • Veistu ég nota yfirleitt aldrei hefðbundinn varalitabursta til að bera á sjálfa mig varalit bara þegar ég er að farða aðrar konur og þá nota ég venjulega RT varalitaburstana. Hér er ég með einhvern detailer augnskuggabursta úr einhverju eldgömlu burstasetti. Annars nota ég venjulega Detailer burstann úr fjólubláa RT settinu eða eyelinerbursta nr. 211 – hann er eiginlega í mestu uppáhaldi;)

  2. Inga

    31. May 2014

    Ég nota varablýanta til að stækka varirnar örlítið þar sem ég er varla með varir. Myndi þessi nokkuð virka fyrir það?

    • Ég hef ekki prófað það með þessum – held það væri mun þæginlegra að nota blýant með lit í í það verk til að geta mótað varirnar almennilega :)