fbpx

5 hlutir sem einkenna síðustu daga

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem hafa einkennt líf mitt síðustu daga, frá flíkum til nýrra vintage eldhúsgripa;)

Spagettí hlýrar

Þessi fallegi hlýrabolur frá versluninni VILA hefur verið ofnotaður síðan hann kom með mér heim fyrir ábyggilega tveimur vikum. Efnið er ótrúlega fallegt sem gerir bolinn mjög fínlegan og hlýrarnir eru úr pleather efni. Ég fékk mér að sjálfsögðu bæði svartan og hvítan. Þetta er bolur sem ég var búin að vera að bíða eftir síðan ég sá hann í VILA showroominu í Kaupmannahöfn í janúar. Þessi seldist mjög hratt upp en vonandi kemur hann bara aftur von bráðar vegna vinsælda :) Þessi passar við allt – fullkomin flík fyrir sumarið – spagettí hlýrar koma sterkir inn sem sumartrend hjá mér í ár!

5hlutir

Dolce Gusto gersemin mín

Lítill svefn og áhyggjur hafa einkennt vikuna sem er að líða en sem betur fer endaði allt vel og ég er að vinna í að ná upp svefni á ný. Kaffivélin mín átti stóran þátt í því að koma mér í gang á morgnanna en þetta er ein af mínum dýrmætustu eignum og uppáhalds tækið mitt í eldhúsinu. Ég drekk alltaf cappuccino en breyti honum þó lítillega frá því sem hylkin segja til um. Minn er alltaf tvöfaldur og ég minnka mjólkumagnið þá á móti. Svo var sumarbollinn minn frá Moomin að koma – jeijj! Munið að nýta ykkur afsláttarkóðann minn fashionjournal á official Moomin vefversluninni til að fá afslátt – kóðinn gildir út maí :)

5hlutir4

Snyrtivörusending

Ég er búin að minnka stórlega kaup mín á snyrtivörum erlendis frá. Ég kýs helst að styrkja verslanir hér heima fyrir ef ég á kost á því. Mamma keypti fyrir mig nýja Big Easy farðann frá Benefit sem er tær snilld – ég nota ljósasta litinn sem er smám saman að verða of ljós fyrir mig. Ekki það að ég sé mikið í sólinni og yfirleitt með block í andlitinu en það er kominn léttur litur. Ég pantaði hann því í dekksta litnum um daginn og hann kom núna í vikunni sem leið. Í leiðinni kippti ég tveimur L’Oreal varalitum sem eru úr Perfect Nude línu sem inniheldur varaliti sem andlit L’Oreal hönnuðu. Ég fékk litina sem Liya Kebede og Cheryl Cole hönnuðu.  Svo fylgdu þessar prufur frá Vichy og La Roche Posay með. Það bólar ekkert á því að þessir litir verði fáanlegir á Íslandi en mikið vona ég það – ég krosslegg alla vega fingur því mig langar helst að eiga alla litina.

5hlutir2

Skórnir

Þessi eru bara svo fullkonir og passa við allt!! Þeir eru frá Bianco eins og margar ættu að kannast við en því miður löngu uppseldir en ef þið eruð skotnar í þeim þá er uppháa týpan væntanleg aftur og nú eru til aðrir lágbotna skór í versluninni sem eru pörfekt – og efst á skóóskalistanum mínum í augnablikinu – smelli myndum af þeim líka hér fyrir neðan ;)

5hlutir5 1185057_644590012254318_250293615_nHér er hærri týpan – þessir heita Lilly.
117781Hér eru svo skórnir á óskalistanum þessir heita Lotte – finnst ykkur þeir ekki dásamlegir!

Koparfegurð

Við fórum í mat til ömmu í gær. Hin síunga amma mín stóð uppá stól og var að gramsa uppí skáp í leit að skál ég rak þá augun í eitthvað í koparlit og stökk uppúr sætinu mínu til að vera forvitin og sjá hvað þetta væri nú. Þá er þetta þessi fallegi ídýfustandur sem hún bauð mér að eiga – sagðist hafa pantað þennan fyrir langa löngu frá Ammeríkunni eins og hún segir alltaf:) Mér finnst þetta dáldið skemmtilegur gripur – ég veit ekkert hvað ég ætla að gera við hann en ég á alla vega flottasta ídýfustandinn í bænum. Amma lumar alltaf á einhverju skemmtilegu. Ég er viss um að ég fái söfnunargenið mitt frá frúnni.

5hlutir3

Ég er mikill safnari og hlutir einkenna líf mitt mikið en mér finnst það bara fínt þar sem líf mitt einkennist líka af frábæru fólki sem er til staðar fyrir mig og ég fyrir það.

EH

 

Snyrtivörur sem fegra heimilið

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Soffia Garðarsdóttir

  25. May 2014

  Standurinn er fallegur! Gæti líka verið flottur á snyrtiborðinu þínu og geyma alls konar snyrtibursta í honum :)

 2. Eva

  26. May 2014

  Effaclar Duo er algjört undur fyrir feita húð! La Roche Posay er bara frábært merki.

 3. Eva

  26. May 2014

  Effaclar Duo er algjört undur fyrir feita húð! La Roche Posay er bara frábært merki, mörg góð krem þaðan :)

 4. Arna

  26. May 2014

  Ef þú borðar indversk popadoms þá er þetta brill undir mango chutney, jógúrtsósu og lauk/gúrkur smáttskorið… Eins og er mikið á indverskum stöðum erlendis.

 5. Díana Sjöfn

  27. May 2014

  Veistu hvort að Blake Lively sé búin að hanna varalit fyrir Loreal? – þ.e.a.s fyrst hún er núna andlit þeirra