fbpx

Finnum ástæðu til að brosa á hverjum degi!

FallegtLífið Mitt

tumblr_n1vkj43zvI1qiis88o1_500Þessu get ég ekki verið meira sammála – þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt á að byrja hvern einasta dag á því að brosa breitt og halda inní daginn með jákvæðni að vopni.

Sonur minn er ástæðan fyrir því að ég brosi á hverjum einasta degi. Ég þarf ekki meira en að hugsa um krúttboltann minn og ég fer að brosa. Fallegi strákurinn minn byrjar einmitt daginn oftast á því að standa uppí rúmminu sínu og syngja smá. Svo um leið og hann fer framúr fer hann að hlaupa um, oftast beint inná bað þar sem hann lokar hurðinni og öskrar af hlátri. Á leiðinni til dagmömmunnar höfum við Aðalsteinn venjulega slökkt á útvarpinu og hlustum á son okkar syngja fyrir monsann sinn aftur í.

Ég hef alveg lent í því að fá yfir mig neikvæða umræðu sem snýst um það sem ég geri eða ég hef gert. Ég státa mig af því að vera með ansi þykkan skráp eftir ýmislegt sem ég hef gengið í gegnum. En allt sem ég geri, hvort sem það er í vinnu, einkalífi eða á blogginu geri ég af heilum hug og fyrst og fremst af því ég hef gaman af því. Þó eitthvað leiðinlegt umtal fari af stað held ég fyrst og fremst jákvæðni, hugsa um hvað ég á fullkominn strák og held ótrauð áfram!

Finnum ástæðu til að brosa á hverjum einasta degi. Innri fegurðin skín svo sterkt í gegnum fallegt bros. Ég er þeirrar skoðunar að bros fullkomni hvaða förðun sem er og er eitt af okkar bestu fegurðarleyndarmálum:)

Það er svo mikið sem getur fært bros yfir andlitin okkar. Tinni er einn af þeim sem fær mig alltaf til að brosa. Svo bregðast aldrei fallegar kveðjur sem ég fæ frá lesendum í tölvupósti eða athugasemdum – algjörlega ómetanlegt*

EH

Sephora innkaupakarfan...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Margrét

    10. March 2014

    Ég kíkti aðeins á þennan bland link um þig en nennti ómögulega að lesa hann allan þar sem ég er þeirra skoðunar að það sem fer fram á þessari síðu sé eitthvað sem maður ætti aldrei að lesa og sé skrifað af óöruggu og oft fólki ekki heilu á geði undir nafnleynd. Mig langaði allavega að segja að ég er mjög ósammála þeim og ég elska bloggin þín, ég fylgist alveg mjög reglulega með þeim og hef alltaf gaman að. Þau hafa mjög oft hjálpað mér til varðandi snyrtivörukaup og hvernig ég á að mála mig og svoleiðis :) Auðvitað finnst mér ekkert allt sem þú bloggar um henta mér eða eitthvað sem mig langar í en það er líka gaman að hafa fjölbreytni, fólk hefur mismunandi skoðanir og sumt fer öðrum betur en öðrum, en það er einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt, því ekki viljum við öll vera eins :)

    Ég er samt orðin sjúklega þreytt á neikvæðum umfjöllunum og baktali hjá íslenskum konum (t.d. þessi linkur sem ég gef mér að sé skrifaður mestmegnis af konum). Hvenær ætlum við konur að hætta þessu sjálfóöryggi og hætta að tala illa um aðrar konur sem eru að standa sig vel bara til að líða betur? Við erum alltaf að tala um jafnrétti og launamisrétti kynjanna en svo erum við sífellt að eyðileggja fyrir okkur sjálfum með þessu neikvæða tali. Karlarnir kunna að hrósa, það er aldrei svona ves hjá þeim, en konur, þær eru hver annarri verstar oft á tíðum. Held við þurfum að fara standa saman og breiða út boðskapinn um að þetta sé ekki að virka, og sé heldur ekki að gera okkur neitt gagn :) Hrósum hvor annarri þegar við erum að standa okkur vel! Áfram þú og skemmtilegu bloggin þín :)

    • Takk fyrir falleg orð kæra Margrét. Sammála því að við þurfum einmitt að hvetja hvor aðra áfram og standa saman, við konur erum stundum ekki alveg nógu duglegar í því. Ég reyni alla vega að hafa það sem mottó að hrósa mínum eins oft og ég get og hvetja þær áfram í því sem þær eru í og því sem þær vilja gera :)

  2. Steina

    11. March 2014

    Haltu bara þínu striki. Þú ert frábær og það er virkilega gagnlegt og gaman að skoða bloggið þitt. Ef maður ætlar bara að gera eitthvað til að geðjast öllum þá gerir maður ekkert. Það líkar aldrei öllum við mann sama hvað maður gerir eða gerir ekki. Takk fyrir bloggin þín.