fbpx

Sephora innkaupakarfan…

Á ÓskalistanumLífið MittmakeupMakeup ArtistShop

Þar sem ættingjar mínir eru að ferðast til USA á næstunni þá fer makeup óða ég að sjálfsögðu ósjálfrátt inná bandarískar vefverslanir til að kíkja hvað er í boði – Sephora er auðvitað ómissandi í þeim leiðangri.

Mig langaði að deila því með ykkur hvað er komið í innkaupakörfuna mína, auðvitað kemur kannski ekki allt til mín, Sephora er kannski ekki alveg sú ódýrasta en Target fylgir svo með líka sem býður uppá mun ódýrari en ekki síðri vörur.

Urban Decay:
s1458173-main-LheroMér finnst þetta sprey klárlega vera eitthvað sem makeup fíklar verða að prófa – er það ekki?s1393636-main-LheroNaked 2 pallettan – þessi ekta ;)s1573336-main-LheroMig langar eiginlega líka í Naked 3 pallettuna eftir að ég prófaði þessa augnskugga. Einir af þeim bestu sem ég hef prófað!s1325547-main-LheroAugnskuggaprimerinn frá UD hef ég bara heyrt aðra dásama – ég þarf að fara að prófa þennan!

Benefit:s1476498-main-LheroMér finnst þetta kinnalitastifti alveg ótrúlega flott! Hér er búið að raða þremur litum saman sem er hægt að nota í einu. Sjáið að ljósasti liturinn er til að highlighta ofan á kinnbeinin. En svo er eflaust líka hægt að nota þá alla í sitthvoru lagi.s1476480-main-LheroNæst á dagskrá er að prófa augnskuggana frá merkinu. Mér líst mjög vel á þessa liti…s1580885-main-LheroEin af nýjungunum frá Benefit er þesso farði sem gefur matta áferð og breytist þannig í púður þegar hann er kominn á andlitið – spennó!s1017771-main-LheroEinn af primerunum sem ég hef ekki prófað frá Benefit. Ég hef verið mjög ánægð með þá sem ég á sjálf svo nú þarf ég að prófa hina – ég er helst alltaf hrifnust af þeim sem gefa húðinni ljóma.

Sephora:s1562776-main-LheroÞessi bursti kallaði á mig. Ég held hann sé dásamlega mjúkur, þéttur og fullkominn til að bera á farða og skyggja andlitið. Mér finnst líka lokið sem kemur utan um hann sniðugt þar sem það passar uppá að burstinn haldi lögun sinni. s1564939-main-LheroÞað er eitthvað við þessa liti í pallettunni sem heilla mig. Pallettan inniheldur gloss, kinnaliti og augnskugga sem smellpassa inní sumarið.

Laura Mercier:s1530377-main-LheroÉg hef aldrei gerst svo fræg að prófa neitt frá Lauru Mercier en ég hef heyrt mjög góða hluti um vörurnar. Ef þið eruð ofnæmisseggir á snyrtivörur þá er þetta merki án alla aukaefna, ég vinn með einum slíkum og hún elskar þessar vörur. Lituirnn á augnskugganum heillaði mig alveg uppúr skónnum og þennan má nota bæði þurran og blautan.

Stila:s1538461-main-LheroStila er annað merki sem mig hefur dauðlangað til að prófa en aldrei gefist tækifæri. Það verða einhverjar vörur frá þessu merki sem ég kem til með að panta. Langar dáldið í þennan augnskugga sem er með metal áferð og með fylgir vökvi sem er hægt að nota til að bleyta upp í augnskugganum. s1514553-main-LheroÉg hef aldrei séð jafn mikla litadýrð í blautum eyelinerum og hjá þessu merki. Ég verð að eignast þennan græna…s1440304-main-Lhero… og þennan hvíta! Þessi er búinn að vera alltof lengi á óskalistanum:)

Jose Maran:s1573377-main-LheroEftir að ég prófaði vörurnar frá Josie, kolféll ég fyrir þeim, mig langar helst að prófa þær allar. Ég hef mikið notað farðann og olíuna og jafn drjúgar vörur finnast varla. Hér er smá pakk sem inniheldur vörur fyrir grunnförðunina. Kinnaliturnn heillar alveg sérstaklega. s1267129-main-LheroMaskari sem inniheldur Argan Olíu – ég efast ekki um að olían sé jafn góð fyrir augnhárin og hún þykir vera fyrir hárið!s1549229-main-LheroÉg er bara forfallinn kinnalitaaðdáandi – sérstaklega svona blautra svo þegar ég sé svona pakka með mörgum litum þá á ég erfitt með að neita mér um eintak.

Marc Jacobs:s1505205-main-LheroAftur er hér um að ræða merki sem ég hef ekki prófað en langar mikið til. Augnskuggar eru eitthvað sem segir mikið til um gæði annarra vara hjá merkjum og því er nauðsynlegt að prófa þá. Mér finnst hins vegar litasamsetningarnar í pallettunum ekki nógu spennandi, held að þessi komist þó næst mínum smekki.s1552587-main-LheroVaralitur er annað sem þarf að prófa. Þessi litur fannst mér sumarlegur og skemmtilegur.s1501337-main-LheroFallegastir fundust mér þó eyelinerblýantarnir sem eru með metal áferð – ég er fíkill í metal í förðunarvörum, hafið þið tekið eftir því ;) Þessi litur finnst mér æðislegur…s1501345-main-Lhero… og þessi ekkert síðri!

Tarte:s1577758-main-Lhero Aftur ég get ekki staðist fallega kinnaliti – þessi stifti heilluðu og sérstakelga litirnir. Þessi nýtast auðvitað ekki bara á kinnarnar heldur líka á varirnar. Dökki liturinn er ekta ég…s1577824-main-Lhero… en þessi er kannski meira hefðbundinn og flottur fyrir sumarið.

ohh… hvað ég hefði ekkert á móti því að eignast þetta allt. Samtals er ég komin uppí $679 – er það ekki fullmikið – ég þarf eitthvað að kötta niður, en ég get látið mig dreyma :)

EH

Sumarilmirnir frá Escada

Skrifa Innlegg

24 Skilaboð

  1. Magga

    10. March 2014

    Elska naglalökkin frá marc jacobs, mun betri en þessi ódýru og endast lengur :) mæli með!

  2. UNA

    10. March 2014

    OMG, djúsi!
    Ég væri sko til í þessa innkaupakörfu.

    Ég fór einmitt í Sephoru í Toronto í seinasta mánuði og omg þetta var himnaríki.

    Ég segi það með þér ég er mjög spennt að prufa einsog STILA merkið en það var útum allt í öllum flottustu búðunum. Algjörlega sammála að blautu eyelinerarnir eru bilaðir.

    Erna njóttu!

    KNús UNA

    • Nei, svona pæli ég lítið í:) Það hafa ekki allir sömu skoðun og ég og það er bara allt í lagi. Ég er fyrst og fremst að skrifa og fjalla um snyrtivörur því það er áhugamálið mitt og mér finnst það gaman. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það eru aldrei allir sammála mér :)

  3. Anna Björg

    10. March 2014

    Nældi mér í einn svartan blautan eyeliner frá STILA þegar ég var stödd í Bandaríkjunum fyrir tæplega ári síðan. Án efa allra besti blauti eyeliner sem ég hef prófað og þrátt fyrir gríðarlega mikla notkun eru ekki nein merki um að hann sé að verða búinn eða orðinn illa farinn. Get svo sannarlega mælt með þeim :)

  4. Íris

    10. March 2014

    Það er svo erfitt að velja bara örfáar vörur ef/þegar maður ætlar að versla í Sephora. Er eimmitt líka að safna í körfu og er komin í 130 dollara, og vantar enn tvær dýrar nauðsynjavörur. Hvað þá allar hinar skemmtilegu vörurnar sem mann langar í :P Ætla meðal annars að prufa Jose Maran light olíuna en Urban Decay Naked 2 verður að bíða þangað til seinna. Ætla svo líka að kaupa travel sett af Urban Decay 24/7 eyelinerum. Þeir eiga víst að vera góðir. og gaman að geta prufað 3 minni liti á verði eins.
    http://www.sephora.com/triple-threat-travel-pencil-set-smoky-matte-edition-P384863?skuId=1579770

    • úff já segðu, maður þarf að vanda valið vel í innkaupum hjá sephora! En ég er ánægð með þig að ætla að prófa Josie Maran, alveg æðislegt merki sem ég krefst að einhver taki að sér að færa hingað til Íslands ;)

  5. Þóra Magnea

    10. March 2014

    Sé að ég þarf að finna gott pláss í töskunni minni :-)

  6. Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

    10. March 2014

    Ohh þessi færsla er yndisleg! Ég er einmitt að fara til Orlando og er búin að hanga inná Target, hef þó ekki þorað að henda í körfu og taka saman það væri áhugaverð summa haha

  7. Hildur

    10. March 2014

    Ég mæli 100% með Urban Decay augnskuggaprimernum, hann er ótrúlega góður, hef m.a.s. fengið hrós frá karlmanni seint um kvöld um hvað augnskugginn er búinn að haldast vel á, þökk sé UD ;)
    Hins vegar fékk Benefit kinnalitastiftið hræðilega dóma hjá Temptalia, og hún veit nú heldur betur hvað hún syngur:
    http://www.temptalia.com/benefit-fine-one-one-review-photos-swatches

  8. Guðrún

    10. March 2014

    Einhver minntist á Lorac vörurnar og ég get mælt 100% með augnskuggunum. Á eina palettu sem er ekki lengur í sölu á sephora, en þetta eru einir bestu augnskuggar sem ég hef prufað, ásamt Naked 2. Gæti verið að þessir möttu séu eitthvað síðri, en mínir eru frekar glansandi og tryllingslega góðir, fellur ekkert af þeim, liturinn skilar sér 100% á augað og helst endalaust á.

  9. Alexandra

    11. March 2014

    alls alls alls ekki kaupa þér kinnalitastiftið frá benefit! það er agalegt! eins og ég elska þetta merki mikið – myndi frekar kaupa mér cha cha tint / benetint – þ.e. eitthvað af fljótandi kinnalitunum frá þeim – en ekki eyða pening í stiftið! ;)

    knús

    • Takk fyrir ráðið – ég held mér frá því;) Ég á einmitt einn svona fljótandi og finnst hann mjög skemmtilegur – ætti kannski að skella mér bara á þannig í full size ;)

  10. V

    11. March 2014

    Setting sprayið frá Urban Decay er snild, mæli með því. Hef vaknaði daginn eftir djamm (slysaðist að sofna með málninguna) alveg stífmáluð ennþá.

  11. Cale

    29. October 2020

    Once your partner wants a divorce, In the event you employ your lawyer? Moving facing a expert that is professional is challenging all on your personal, although you are bound to employ a divorce law firm because you failed. You are obliged to engage the divorce attorney simply since your better half failed, however moving up being an amateur, or can possibly be concept. As soon as your husband or wife wants a divorce, In the event you employ your lawyer? https://effinghampilawyer.com

  12. Haiden

    12. November 2020

    Know throughout and following along with assessing in to your own kids is imperative for their capacity encouraged. Recognizing your economic situation will probably offer you an awareness of command and following divorce. easy way to get a divorce