Þessu get ég ekki verið meira sammála – þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt á að byrja hvern einasta dag á því að brosa breitt og halda inní daginn með jákvæðni að vopni.
Sonur minn er ástæðan fyrir því að ég brosi á hverjum einasta degi. Ég þarf ekki meira en að hugsa um krúttboltann minn og ég fer að brosa. Fallegi strákurinn minn byrjar einmitt daginn oftast á því að standa uppí rúmminu sínu og syngja smá. Svo um leið og hann fer framúr fer hann að hlaupa um, oftast beint inná bað þar sem hann lokar hurðinni og öskrar af hlátri. Á leiðinni til dagmömmunnar höfum við Aðalsteinn venjulega slökkt á útvarpinu og hlustum á son okkar syngja fyrir monsann sinn aftur í.
Ég hef alveg lent í því að fá yfir mig neikvæða umræðu sem snýst um það sem ég geri eða ég hef gert. Ég státa mig af því að vera með ansi þykkan skráp eftir ýmislegt sem ég hef gengið í gegnum. En allt sem ég geri, hvort sem það er í vinnu, einkalífi eða á blogginu geri ég af heilum hug og fyrst og fremst af því ég hef gaman af því. Þó eitthvað leiðinlegt umtal fari af stað held ég fyrst og fremst jákvæðni, hugsa um hvað ég á fullkominn strák og held ótrauð áfram!
Finnum ástæðu til að brosa á hverjum einasta degi. Innri fegurðin skín svo sterkt í gegnum fallegt bros. Ég er þeirrar skoðunar að bros fullkomni hvaða förðun sem er og er eitt af okkar bestu fegurðarleyndarmálum:)
Það er svo mikið sem getur fært bros yfir andlitin okkar. Tinni er einn af þeim sem fær mig alltaf til að brosa. Svo bregðast aldrei fallegar kveðjur sem ég fæ frá lesendum í tölvupósti eða athugasemdum – algjörlega ómetanlegt*
EH
Skrifa Innlegg