fbpx

Einfaldur kvöldmatur sem bragðast svo vel!

Lífið Mitt

Á meðan ég lá inná spítala datt ég ósjaldan inná misspennandi sjónvarpsefni. Einn af þáttunum sem mér leiddist þó aldrei að horfa á voru matreiðsluþættirnir hans Jamie Oliver. Einn daginn var ítalskt þema hjá honum og við Aðalsteinn sátum og horfðum á þáttinn og slefuðum þó frekar smekklega yfir réttunum sem hann töfraði fram. Þar á meðal var ferskur mozzarella ostur sem var velt uppúr grænu pestói. Eitthvað það besta sem ég fæ er ferskur mozzarella og þar sem ég gat varla hætt að hugsa um þennan töfrandi rétt sem Jamie vinur minn gerði alla spítalavistina skellti Aðalsteinn í dýrindis pastarétt fyrir mig um daginn innblásin af ítölskum töfrabrögðum vinar okkar.

Þetta var ljúffengt og svo einfalt – fyrir neðan er uppskrift ef svo mætti kalla. En lykillinn er klárlega heimagerða pestóið hans Aðalsteins en hann bætir útí rauðum chilli sem er kannski ekki algengt innihaldsefni í pestó – af mér vitandi – en það gerir alveg gæfumun!

Screen Shot 2015-08-09 at 7.55.02 PM

Heimagert pestó að hætti Aðalsteins:
Basilika
Hvítlaukur
Furuhnetur
Salt & Pipar
Ólífuolía
Ferskur rauður chilli

Restin:
Tagliatelle
Askja af kirsuberjatómötum
Ferskur mozzarella ostur
Salt & Pipar eftir smekk

Þetta var fáránlega gott hjá verðandi eiginmanninum sem lumar á miklum hæflileikum inní eldhúsinu! Þessi réttur verður gerður oftar og Aðalsteinn er sérstaklega ánægður með að vera loksins búinn að fá það í gegn að elda pasta hér heima. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi en þetta var virkilega gott og hefði eflaust ekki gefið Jamie Oliver réttinum neitt eftir ;)

EH

Gersemar sem gleðja sjúklinginn

Skrifa Innlegg