fbpx

Gersemar sem gleðja sjúklinginn

DiorÉg Mæli MeðFallegtFW15makeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Þessi færsla er búin að vera alltof lengi í vinnslu, sem betur fer þá var ég búin að vera voðalega dugleg áður en ég lagðist inná spítala að taka myndir af snyrtivörum sem eru væntanlegar í verslanir núna í haust – eða bara á allra næstu vikum! Þó ég sé kannski ekki enn formlega sjúklingur þá var færslan nefnd þegar ég var inná spítala og myndirnar og vörurnar glöddu mig alveg sérstaklega mikið enda með eindæmum fallegar vörur!

Haustið frá Dior er eitthvað það allra fallegasta sem ég hef séð. Ekki er hér eingöngu um eitt af mínum allra uppáhalds merkjum að ræða heldur er þetta fyrsta línan sem nýr Creative Director, Peter Philips, hannar fyrir merkið. Línan er full af nýjungum, klassískum vörum í nýjum litum og er bara á alla kanta vel heppnuð og glæsileg. Ef þetta er það sem koma skal frá merkinu þá efast ég ekki um að vinsældir þeirra hér á landi og um allan heim eigi eftir að aukast gríðarlega.

Þó haustið sé nú ekki mætt þá verð ég að kitla langanir ykkar aðeins með fallegum myndum – svo fáið þið auðvitað að sjá farðanir og trikk með vörunum á næstunni!

diorhaust22

Metallic kremuðu augnskugganir eru virkilega spennandi!

diorhaust21 diorhaust20 diorhaust19

Sjáiði þessa liti – svo fallegir!

diorhaust17

Bláa naglalakkið er búið að vera á óskalistanum mínum í nokkra mánuði núna – eða síðan ég sá það á baksviðs mynd frá haustsýningu tískuhússins…

diorhaust16

Önnur af tveimur augnskuggapallettunum í línunni gerir dramatíska og seyðandi augnförðun….

diorhaust15

Hér sjáið þið bjútípúðrið í línunni sem fullkomnar áferð húðarinnar!

diorhaust14

Virkilega skemmtileg notkunin á logo-i merkisins í púðurkenndu vörunum að mínu mati.

diorhaust12

Varalitirnir sem ég valdi mér finnst mér alveg sérlega fallegir – það eru tveir aðrir litir í línunni sem mig langar líka í!

diorhaust11 diorhaust10 diorhaust9

Nýjir augabrúna litir eru væntanlegir – það eru þónokkrar augabrúnanýjungar mættar eða væntanlegar í sölu hjá merkinu sem ég fagna alveg sérstaklega.

diorhaust8

Hér sjáið þið meistarann sjálfan. Hann hefur gert garðinn frægan í gegnum árin sem einn af þeim sem hannar förðunartískuna fyrir hvert misseri.

diorhaust7 diorhaust6

Svo finnst mér þessi kinnalitastifti alveg æðisleg! Það koma alls þrír litir og ég þarf eiginlega hina tvo litina í safnið líka ;)

diorhaust5 diorhaust4

Svo er Fix It nýjung sem mér finnst sérstaklega spennandi!

diorhaust3

Þetta er hyljari með innbyggðum primer – þið sjáið að miðjan er öðruvísi en það sem liggur utan um hana. Þessi er fullkominn til að móta andlitið á fallegan hátt, ramma inn varirnar og fela dökka og leiðinlega þreytubauga í kringum augun.

diorhaust2

Svona lítur haustið nokkurn vegin út hjá þessu æðislega merki. Haustið virðist ætla að vera sérstaklega dramatískt og metallic áferð einkennir margar línur hjá merkjunum. Haustið frá Dior er eitt það veglegasta sem við eigum von á hingað til landsins og Peter Philips ætlar sér svo sannarlega stóra hluti hjá merkinu sem ég fagna sérstaklega!

To be continued….!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

31.07.15

Skrifa Innlegg