fbpx

Dýrindis kjúklinga- núðlusúpa!

Lífið Mitt

Ég fæ oft svona craving í kvöldmat sem ég kann bara engan veginn að elda. Þá nýti ég mér það að það eru til ógrynni af æðislegum íslenskum matarbloggurum og venjulega finn ég alltaf girnilega uppskrift að rétt sem endar sem kvöldmatur okkar fjölskyldunnar.

Í gær dauðlangaði mig í góða núðlusúpu. Ég er mikil súpumanneskja en ég kann engan veginn að elda þær – ég geri reyndar ansi fína mexíkóska kjúklingasúpu þó ég segi sjálf frá:) En ég fann virkilega girnilega uppskrift af núðlusúpu með kjúkling sem innihélt m.a. kókosmjólk, rautt curry paste og baunaspírur. Uppskriftina fann ég á síðunni Ljúfmeti og Lekkerheit.

Ég eldaði súpuna í gærvöldi og lagðist svo bara uppgefin uppí rúm – alsæl, södd og uppgefin eftir matarátökin. Ég borðaði nefninlega yfir mig en hún var bara svona gómsæt. Best fannst mér að setja nóg af rauðu fersku chilli, núna er til nóg af íslensku chilli í verslunum og ég mæli eindregið með þeim þau eru svo fersk og safarík.súpa

HÉR getið þið fundið uppskriftina af súpunni sem er ótrúlega einföld og fljótgerð.

Þessi er fullkomin á köldum febrúardegi eins og þessum… – hvað er í gangi með þetta veður!

Mæli með Ljúfmeti og Lekkerheit – ég ligg slefandi yfir síðunni núna og næst á dagskrá er að prófa þennan tælenska núðlurétt og baka svo dýrindismöndluköku:)

EH

Spennandi nýjungar!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sirra

    19. February 2014

    Ekkert smá girnileg súpa! Þarf klárlega að prófa að gera hana fljótlega!! og fyndið.. tælenski núðlurétturinn – ég var að skoða hann um daginn og ætla einmitt að gera hann fljótlega.. kannski við prófum hann bara saman?? ;)