fbpx

Spennandi nýjungar!

FörðunarburstarMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniReal TechniquesSnyrtibuddan mín

Ég varð bókstaflega eins og lítill krakki í nammibúð þegar ég fékk nýju Real Techniques burstana í hendurnar. Á næstu dögum ætla ég að fara í það að taka upp sýnikennslumyndbönd fyrir merkið eins og ég gerði þegar burstarnir komu fyrst. Mér finnst alls ekkert leiðinlegt að fá að vera hin íslenska Samantha Chapman í þessum sýnikennslumyndböndum sem ég vona að ykkur hafi þótt hjálpleg :)

Hér sjáið þið þessa fimm glænýju bursta en fyrir utan þá þá munu einnig bætast við þeir burstar frá RT sem hafa ekki verið fáanlegir á Íslandi eins og Travel Set burstasettið og litli Kabuki burstinn. Auk þess þá held ég að settið sem inniheldur alla uppáhalds burstana hennar Samönthu sé á leiðinni. Svo það verður fjör hjá förðunarburstasöfnurum eins og mér!!

rtnýtt rtnýtt2

Stór Duo Fibre Bronzer bursti og kabuki bursti er meðal þess sem er væntanlegt.

rtnýtt3

Varalitaburstinn er eilítið kúptur en ekki alveg flatur sem er mikill kostur að mínu mati.

rtnýtt4

Ég er alveg að missa mig yfir þessum sílikon eyelinerbursta – hef ekki enn haft tíma til að prófa hann en ég er langspenntust fyrir honum. Hann gefur okkur kost á að gera alveg þráðbeina línu sem er alveg eins báðum megin þar sem það eru engin hár sem geta sveigst útaf eða mótast á einhvern sérstakan hátt. Ég sé fyrir mér að ég fái sömu útkomu með þessum bursta í geleyelinera eins og ég fæ með því að nota eyelinertúss.

rtnýtt5

Ég er engin svampkona og nota þá eins lítið og ég mögulega kemst upp með en þennan hef ég heyrt mjög góða hluti um. Hann þarf að bleyta áður en hann er notaður til að dreifa farðanum….

rtnýtt6Mér finnst þessir fimm burstar alveg frábær viðbót við burstaflóruna sem er nú þegar til hjá Real Techniques!rtnýtt7

Þrír af þessum fimm burstum eru hugsaðir þannig að það sé hægt að taka þá með sér í töskunni til að lappa uppá förðunina. Svo með þeim fylgir lok til þess að vernda hárin og koma í veg fyrir að förðunarvörur sem verða kannski eftir í burstunum smiti frá sér :)

Ég lofa svo að láta vita um leið og burstarnir eru komnir í verslanir – ég reyni svo að sjálfsögðu að fá kannski nokkra bursta til að gefa heppnum lesendum síðunnar. Það er svo gaman að geta glatt fólkið í kringum mann!

EH

Viva Glam liturinn hennar Rihönnu

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Helga

    19. February 2014

    ég á einmitt svampinn og finnst hann geðveikt góður, sérstaklega til að setja hyljara undir augun :) frekar spennt að prófa hina…

  2. Eydís Sigrún Jónsdóttir

    19. February 2014

    Svampurinn er geeeeðveikur!!! Gefur geðveikt flawless áferð!

  3. Ása Regins

    19. February 2014

    Ég eeeeeeeelska mína bursta frá RT og get ekki beðið eftir að komast í búð þar sem þeir eru fáanlegir.
    Ég kíki á þessa í leiðinni, hlakka til !!

  4. Hildur Gunnars

    19. February 2014

    Hlakka til að prófa þetta , hvar kemur þetta til með að verða til sölu?

  5. Sirra

    19. February 2014

    ohh Erna þú ert búin að ná að gera mig förðunarvöru SJÚKA… mig langar í endalaust!! skamm skamm :)

  6. Ása Bríet

    19. February 2014

    Get ekki beðið eftir að eignast sílikon eyelinerburstann!

  7. Elísabet

    19. February 2014

    ég keypti mér þessa í glasgow seinasta desember og er varla búin að leggja þá frá mér, er að dýrka eyeliner burstann finnst ég alltaf fá fullkominn spíss þegar ég nota hann!

  8. Auður

    21. February 2014

    Ég get ekki beðið eftir því að komast með fingurnar í þessa bursta.. nú eða að sjá hvað þú hefur uppá að bjóða með þeim ;)