fbpx

Draumahúsið okkar

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt að láta sig dreyma því óafvitandi þá vinnur maður í því að láta drauma sína rætast. Ég er ekki ein af þeim sem dreymir um að eiga risastórt einbýlishús, mig langar einfaldlega að eiga heima þar sem fer vel um mig og mína. Við fjölskyldan búin nánast útí sveit, uppvið fallegt stöðuvatn sem er á höfuðborgarsvæðinu. Hér elskum við að vera, það er friðsælt og nánast engin umferð af frátöldum sunnudagsbíltúrs fólkinu sem keyrir mest framhjá um helgar, hestafólkinu og hundaeigendunum. Við njótum okkar í botn og það er dásamlegt að vera á svona friðsælum stað.

Aðeins fyrir neðan húsið okkar er auður reitur. Líklega hefur verið þar áður sumarbústaður sem var fjarlægður en undirstöðurnar urðu eftir. Þetta er fullkomin staðsetning fallegur gróður umlykur reitinn og útsýnið er beint yfir stöðuvatnið. Þarna langar mig að eiga heima, í fullkomnu litlu timburhúsi sem rúmar mig og mína fjölskyldu.

Við erum komin mjög langt í hausnum með þessi plön okkar og eru heilluð af „Tiny House“ sem innanhúshönnuðurinn Jessica Helgerson býr í ásamt fjölskyldunni sinni. Mig langar að leyfa myndunum af húsinu þeirra að fljóta með hér svo þið sjáið hvað ég er að tala um….

Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart LivingTiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart Living Tiny House by Jessica Helgerson - Featured in Martha Stewart LivingÓ mér finnst þetta alveg fullkomið og mig langar í það – íslensku útgáfuna þar sem einangrunin er mögulega aðeins meiri. En hér hafa Jessica og fjölskylda notað alls konar hugmyndir til að nýta rýmið sem best, undir sófunum er geymsla fyrir ýmist dót sem rúmast ekki í hillum eða skápum. Mér finnst svefnloftið alveg fullkomið og pallurinn er dásamlegur.

Þarna langar mig að eiga heima. Það yrði þó mjög krefjandi þar sem ég er mikill safnari og á alltof mikið af dóti. Ég þarf að reyna að slaka á söfnunaráráttunni minni og líklega losa mig við nokkuð af dóti áður en ég flyt þangað inn.

Ég rak svo augun í könnuna/blómavasann sem Sigga Heimis hannaði fyrir Ikea í glugganum á svefnloftinu sem ég á einmitt sjálf og er nýlega komin aftur í sölu í IKEA – sjá HÉR.

EH

Mín förðun á Vogue.it

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Sirra

    26. January 2014

    Fullkomið!