fbpx

Mín förðun á Vogue.it

FashionÍslensk HönnunMakeup ArtistMitt Makeup

73414432-30dc-46dc-b562-f766bf434323_IMGLjósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Fyrirsæta: Sara Karen
Fatnaður & Stílisering: Magnea Einarsdóttir
Til aðstoðar: Rúna Sigurðardóttir
Förðun: ég ;)

Ég hef áður hlotið þann heiður að fá að eiga smá í mynd sem hefur verið birt á heimasíðu ítalska Vogue. En í gær birtist þessi mynd sem er úr seríu af lookbookmyndum sem voru teknar fyrir íslenska hönnuðinn Magneu Einarsdóttur. Það er ótrúlega gaman að sjá vinnuna sína á svona flottri síðu – sérstaklega þegar maður er sjálfur svona montinn með útkomuna.

Annars er það að frétta af Magneu að hún er ekki bara nú búin að fá birtingu á flíkunum sínum á Vogue síðunni heldur er hún líka ein af þeim sem kemur til með að sýna á RFF í ár. Ekki er allt búið enn því hún er nú komin áfram í 25 manna úrslit í Elle Style Awards en dómnefnd mun kynna sigurvegara keppninnar 2. febrúar. Ég mun fylgjast spennt með því og hennar hönnun sem er einstök – það finnst mér alla vega besta orðið til að lýsa þeim.

Vörurnar hennar Magneu fást í JÖR á Laugaveginum – það koma aðeins örfáar flíkur af hverri týpu svo það er um að gera að tryggja sér gersemi sem fyrst ;)

HÉR getið þið séð myndina á „síðum“ ítalska Vogue.

EH

Í uppáhaldi frá Make Up Store

Skrifa Innlegg