fbpx

Dásamleg Gloss*

Við skulum setja okkur það markimið að vera ekki með berar varir í sumar! En ef þið fýlið ekki varaliti – það tók mig smá tíma að venjast því – þá mæli ég með glossum – og núna sérstaklar Dior glossum. Ég fæ mér alltaf Dior gloss einu sinni á ári þegar Á allra vörum söfnunin stendur yfir. Það var einmitt að því tilefni fyrir nokkru síðan sem ég fékk mér mitt fyrsta Dior gloss og varð svo hrifin.

Nú eru komin ný og falleg gloss fyrir sumarið frá Dior – Dior Addict Gloss, Be Iconic. Það eru þrjár mismunandi týpur af glossi, hrein gloss með fallegum lit, gloss með perluáferð og gloss með glimmeri. Innan þessara flokka eru svo þónokkrir mismunandi litir fáanlegir.

Það er þýska fyrirsætan Daphnee Groeneveld sem er andlit herferðarinnar. Með þetta sérstaka útlit sitt þá fangar hún athygli mann strax – alla vega mína.

Kynningarefnið frá Dior finnst mér alltaf svo flott og það sem þeir gerðu fyrir þessa glossa er sniðugt og ætti að hjálpa þeim sem þjást af smá valkvíða þegar kemur að því að velja sér lit á varirnar. HÉR getið þið nefinlega séð alla litina sem er í boði og hvernig þeir koma út á vörum Daphnee – þið scrollið aðeins neðar á síðuna þar sem stendur „Fashion Game“.

Hér sjáið þið litina sem ég prófaði:

Fyrst er það litur nr. 043, hann er alveg glær með ljósum og fallegum orange tón. Glossinn virkar næstum glær á vörunum en þær fá frísklegan og hraustan lit. Svo er það litur nr. 433 hann er líka í orange tón en samt meira útí peach finnst mér og í honum er fallegt gyllt glimmer. Að lokum er það litur nr. 643 – þessum er ég skotnust í – fallegur rauðbleikur þéttur litur með gylltu glimmeri í.

Glimmer gloss finnst mér svolítið skemmtileg og sérstaklega í fallegri birtu því þá endurkasta glimmeragnirnar á vörunum birtunni sem fellur á þær og þær virka ennþá bjartari og hraustlegri.

Ég er mjög ánægð með Dior glossin þau klessast ekki og eru svo falleg á vörunum mér finnst stundum gloss fá flata áferð á vörunum – vona að þið skiljið hvað ég meina – en þessi gera það ekki og mér líður frekar eins og varinar mínar séu fyllri. Svo skemmir ekki fyrir að það er það er varalitapensill sem kemur með glossunum – inní þeim – en ekki svampur sem mér finnst sérstaklega gott þegar ég set kannski gloss yfir varalit.

Skörtum fallegum vörum í sumar:*

EH

Sýnikennsluvideo #3

Skrifa Innlegg