fbpx

Bubblegum og sýnikennsla í Make Up Store á morgun

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSS14Varir

Ein af vörunum sem leyndist í mínum glaðningspoka eftir bloggarakynninguna í Make Up Store um síðustu helgi var varalitablýantur í litnum Bubblegum. Liturinn er hluti af einni af sumarlínunum frá merkinu sem verður í forgrunni í versluninni í júlí.

Ég kolféll fyrir þessum fallega lit um leið og ég sá hann,. Þetta er sjúklega flottur og áberandi bleikur litur en það besta við hann er hversu einfalt er að bera hann á!bubblegum2

Þetta er varalitablýantur sem ég nota til að móta varirnar og sem lit yfir allar varirnar. Áferðin frá litnum minnir á varalit og endingin er margfalt betri sem er auðvitað það sem varalitablýantar eiga að gera fyrir varaliti – þeir auka endinguna. Hrikalega flott vara sem ég á eftir að nota mikið!

bubblegum4

Það eina sem ég er stressuð yfir er þegar ég þarf að fara að ydda hann ég þarf að finna mér góðan stóran yddara til að passa vel uppá þennan lit sem verður mikið notaður í sumar. Einn af aðalkostunum við litinn er sá að það þarf auðvitað ekki varalitapensil til að tryggja áferðina og mótun varanna maður rennir þessum bara yfir varirnar og þær eru reddý. Ég fékk samt svona smá á tilfinninguna að ég væri að setja vaxlit á varirnar en það var bara fyndið;)

bubblegum3

 

 

 

Virkilega flottur kaldur bleikur litur!

10258355_10152115497899010_6311685839401436877_n

Á morgun er klúbbdagur í Make Up Store Smáralind sem þýðir að klúbbmeðlimir fá 20% afslátt af öllum vörum. En kl 14:30 verð ég með sýnikennslu með vörum úr nýjustu línu Make Up Store Poetic og ég hlakka til að sjá sem flestar;)

EH

Sumarleg stígvél

Skrifa Innlegg