fbpx

Sumarleg stígvél

Annað DressÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS14

Í gær opnaði ný skóverslun í Smáralind (við hliðiná VILA svo hún fór ekki framhjá mér;)). Verslunin býður uppá ótrúlega flott úrval af skóm á alla fjölskylduna á fráblæru verði. Ég kolféll fyrir skemmtilegum sumarlegum kúrekastígvélum sem eru fáránlega þæginleg og ein bestu kaup sem ég hef gert í skóbúnaði undanfarið – verðið er fáránlegt og þægindin eru mikil!Screen Shot 2014-04-10 at 11.21.08 AM

Ég fékk mér rauðappelsínugulan lit en þau eru líka til ljósbrún.

nýjirskór2 nýjirskór

Þessi eru mögulega ekki allra en ég er sjúklega ánægð með þau og klæddist þeim í gær við slitnar gallabuxur og skyrtu (annað dress en þið sjáið hér fyrir ofan). Ég hef ekki tölu á því hversu margir stoppuðu mig til að forvitnast um þau í gær – svo þau vekja sannarlega athygli. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við þessi er að þau eru líka til í barnastærðum – svo skemmir verðið ekki fyrir en þessi kostuðu mig 6995 kr!!! Svona eru verðin inní búðinni alveg fáránleg miðað við það sem við höfum vanist hér á Íslandi.

Ég fagna þessari verslun og verðunum og hlakka til að fara seinna í dag að næla mér í skó fyrir soninn en það er líka mjög gott úrval á barnaskóm og aftur eru verðin í samræmi við það að maður er að kaupa skó á börn en ekki fullorða. Á á stundum erfitt með að skilja það hvernig barnafatnaður getur kostað jafn mikið og fatnaður á fullorðna ætti ekki að vera minni efniskostnaður…

EH

Sending: House of Lashes

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Rósa

    11. April 2014

    Hvað heitir verzlunin ?

  2. Anonymous

    11. April 2014

    Geggjað :)

  3. Margrét

    12. April 2014

    Þessir eru mjööög töff!! Mér finnst samt mikilvægt að kaupa virkilega vandaða skó á börnin enda þurfa svona litlir fætur góðan stuðning þegar þau eru farin að labba. Ég er voða hrifin af “fyrstu skónum” sem fást í Steinar Waage og kosta í kringum 10 þús. Síðan er Ecco líka með vandaða og góða barnaskó.

    • Þetta eru mjög vandaðir skór hvet þig til að skoða þá og dæma svo;) fólkið sem á búðina eru reynsluboltar í skóbrandanum og hann einar sem er með búðina ádamt konunni sinni vann lengi hjá steinar waage;)