Jæja nú er undirrituð að skríða saman, hún er alla vega komin með nóg af þessum veikindum og er aðeins búin að geta setið við tölvuna og unnið og skrifað svo nú er komið að því sem margar bíða eftir vinningshöfunum í gjafaleiknum mínum og minni uppáhalds skóverslun Bianco. Þar sem ég gef ekki svona auðveldlega frá mér vil ég fyrst byrja að segja ykkur frá skemmtilegum fréttum úr búðinni fögru sem hóf sölu á nýrri samstarfslínu sinni og stjörnu bloggarans frá Noregi Camillu Pihl. Þetta er önnur línan sem daman hannar en sú fyrri var virkilega vel heppnuð og ég á tvö pör úr þeirri línu og þeir eru þeir skór sem ég nota hvað mest. Í nýju línuni eru 5 pör en enn sem komið er eru bara 2 komin til landsins en önnur væntanleg…
Skórnir eru sérstaklega glæsilegir en Camilla er þekkt fyrir einstaklega góðan stíl. Stíllinn hennar er mjög einfaldur og skandinavískur mér finnst það vera lýsingarorð sem nær bæði yfir fatastíl og innanhúshönnun! Skórnir eru í takt við það þetta eru þó allt skór sem eru elegant, einfaldir en allir með eitthvað við sig sem dregur athygli manns að þeim.
Þessum féll ég kylliflöt fyrir, ég mátaði þá að sjálfsögðu um leið og þeir komu og að stíga inní leðrið góða og labba um á skónnum var eins og að svífa um á skýji, þetta er alveg dásamlegt. Svona flatbotna elegant eiginlega herraskór hafa verið áberandi meðal kvenna síðustu misseri og eitt svona par bráð nauðsynlegt fyrir vorið að mínu mati – eruð þið að heyra réttlætinguna sem ég er byrjuð að fara með fyrir sjálfa mig, ykkur já og kannski Aðalstein… ;)
Þvílíkar gersemar – ég er ástfangin af áferðininni í rússkinninu og það er eins gott maður verji þá vel með góðu spreyji.
Svo eru það sandalarnir – réttlætingin fyrir þeim kaupum er ekki komin en ég á stærðina mína frátekna, um leið og sólin skín kemur þetta… ;)
Mér finnst þeir æði. Úr góðu efni svo flottur botninn í þeim svo það er rosa gott að labba í þeim svo þeir henta vel í borgarferð til heits lands í sumar – já líka fyrir óléttar konur.
Persónulega var ég fallin fyrir sandölunum en Elísabet sannfærði mig um að prófa hina þá reimuðu og þaðan var ekki aftur snúið þá tók ég heim með mér sjúklega flotta innpakkaða með sérstökum Bainco by Camilla Pihl borða – gerist varla flottara. Nú þarf ég að finna gott sprey til að vernda rússkinnið og ef gæði hinna paranna sem ég á frá Camillu er einhver vísbending um hvernig þessir verða þá veit ég að ég verð sko ekki fyrir vonbrigðum…
Eitt af því sem ég er hrifnust af varðandi nýju línuna er merkingin – það liggur við að ég sendi hina skónna mína út og biðji Bianco vinsamlegast um að merkja þau pör líka. Ég elska þetta….!
En þá er komið að því loksins að kynna sigurvegarana í gjafaleiknum mínum og Bianco. Mig langar að byrja á að þakka fyrir frábæra þáttöku, ég er eiginlega bara enn í smá sjokki yfir þessum dásamlegu móttökum og mikið vildi ég að ég gæti glatt fleiri með skóm en ég hvet ykkur til að kíkja til hennar Elísabetar minnar í Bianco á ykkar draumaskó því verðin eru ekki slæm!
En hér sjáið þið þá fyrstu og svo fylgir með mynd af skónnum en ekki hvað!
Svo er það…
Mikið vona ég að Heiða og Ásta Marý verði ánægðar með nýju skónna sína sem bíða þeirra inní Bianco í Kringlunni!! Ef þið þekkið dömurnar vona ég að þið látið þær vita af þessum glaðning svo hann fari alls ekki framhjá þeim.
Annars er greinilegt að ég verð að gefa fleiri skópör ég og þið eigum eigum það greinilega sameiginlegt að bera mikla ást til þessara fullkomnu fylgihluta!
EH
Skrifa Innlegg