Það hefur vonandi ekki farið framhjá unendum fallegrar tísku að nú standa yfir Haute Couture sýningar hjá mörgum af stærstu tískuhúsum heims. Sýningarnar einkennast af dáldið ýktri tísku þar sem Haute Couture er yfirleitt miklu meira og ýktara en þetta venjulega. Undanfarið finnst mér þó þessi ýkt hafa farið minnkandi og sérstaklega þegar kemur að förðuninni. Sýningarnar í ár eru mjög hóflegar en farðanirnar smellpassa inní förðunaráherslurnar í haust.
Eitt af förðunarlúkkinum sem mig langaði að sýna ykkur er frá Chanel sýningunni þar sem Kendall Jenner sló eftirminnilega í gegn enda mjög falleg stúlka. Lokaatriði sýningarinnar vakti einnig athygli þar sem ólétt fyrirsæta klæddist brúðarkjól línunnar komin 8 mánuði á leið – virkilega skemmtilegt twist á sýningunni.
Hér sjáið þið förðunina og smá innsýn á stemminguna baksviðs. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
Ljósmyndari: Romina Shama
Ég er ótrúlega hrifin af mjúka yfirbragðinu í kringum augu fyrirsætanna. Oftar en ekki hefur umgjörð auganna verið hvöss og skörp hjá Chanel en blöndunin á augnskuggunum er fáguð og elegant. Hér er á ferðinni förðun sem margar konur ættu að geta nýtt sér til fyrirmyndar. Mér finnst sérstaklega gaman að sjá gyllta litinn tvinnaðan inní eyelinerlínuna það gerir hann dáldið öðruvísi og spennandi. Gaman að sjá líka að gyllti liturinn virðist ætla að vera sterkur áfram og við munum líklega sjá hann bregða fyrir í haust- og hátíðarlínum frá mörgum snyrtivörumerkjum.
Ég er að sjálfsögðu með það á hreinu hvaða vörur voru notaðar í lúkkið en það er auðvitað miklu skemmtilegra að vita það ef manni mögulega líst vel á einhverja vörur.
Það sem er skemmtilegt að sjá hér er að greinilega eru margar förðunarvörur kynntar til leiks á tískusýningum. En það hefur oft gerst að tískusýningar séu vettvangur fyrir förðunarvörumerki til að kynna nýjungarnar sínar. En hér smellpassar auðvitað allt saman þar sem Chanel kynnir Chanel. En í lúkkinu má meðal annars finna vörur úr haust- og hátíðarlínu merkisins sem eru væntanlegar til landsins á næstu mánuðum…
Grunnurinn:
Perfection Luiére Velvet (farðinn sem ég sýndi ykkur HÉR) – Eclat Lumiere – Correcteur Perfection –
Poudre Universelle Libre – Powder Les Beiges meira um það HÉR.
Augun:
Ombre Essentielle litur sensation (væntanlegur í haustlínu Chanel) – Illusion D’Ombre ltur Fantasme – Illusion D’Ombre litur Vision – Ligne Graphique De Chanel litur Noir Noir – Le Volume de Chanel Waterproof litur Noir – Recourbe Cils de Chanel – Crayon Sourcils.
Kinnar:
Joues Contraste í litnum Caresse (væntanlegur í hátíðarlínu Chanel).
Varir:
Rouge Allure í litnum Volage (væntanlegur í hátíðarlínu Chanel).
Neglur:
Le Vernis í litnum Atmosphere (væntanlegur í haustlínu Chanel), þessi minnir mig
óneitanlega á eitt af lökkunum úr síðustu haustlínu merkisins HÉR.
Hvet ykkur að lokum til að kíkja á myndir frá Haute Couture sýningunum. Hver veit nema ég taki fleiri farðanir fyrir úr sýningunum á næstu dögum. Ég ráðlegg ykkur að kíkja á style.com til að sjá myndir – mér finnst þær alltaf bestar þar :)
EH
Skrifa Innlegg