fbpx

Árshátíð 365, förðunin og kjóllinn

Annað DressLífið MittmakeupMakeup ArtistMaybellineSnyrtibuddan mín

Við Aðalsteinn fórum á árshátíð í vinnunni hans um síðustu helgi. Ég ákvað því að nýta tækifærið og aldrei þessu vant skellti ég bara í heljarinnar kvöld/árshátíðarförðun fyrir ykkur og ég sjálf var líka bara virkilega sátt með útkomuna. Mig langar að segja ykkur aðeins frá lúkkinu en augnförðunina geri ég alfarið með vörum frá Maybelline sem er merki sem á sér alltaf fastan stað í hjarta mínu og margar af mínum uppáhalds vörum eru frá merkinu og þær nota ég m.a. til að gera augnförðunina!

Kíkjum aðeins á þetta….

árshátíðarförðun7

Ég vildi gera ekta smoky förðun en hafa hana samt í mýkri kantinum og ég held mér hafi tekist ansi vel upp. Sama lúkk hef ég verið að kenna í sýnikennslum í menntaskólum undanfarið við mjög góðar undirtektir svo það er greinilegt að þetta er lúkk sem heillar. En svo ég komi því nú að þá tek ég að mér námskeið í menntaskólum og fyrir áhugasama er bara að senda á mig línu ernahrund(hjá)trendnet.is og við sjáum hvort tíminn henti ekki :)

árshátíðarförðun5

Ég ætla að reyna að fara yfir förðunina skref fyrir skref fyrir ykkur. Þar sem ég byrja á augnförðuninni áður en ég færi mig yfir í húðina ætla ég að gera slíkt hið sama hér:

árshátíðaugu1. Color Show Mono í litnum Ashy Wood frá Maybelline: Minn allra uppáhalds augnskuggi það er enginn aungskuggi sem ég nota jafn mikið og þessi en þið kannski takið eftir því að mono aungskuggarnir eru nú í aðeins öðruvísi umbúðum en áður en liturinn er sá sami og formúlan ennþá betri. Ég byrja á því að grunna allt aunglokið með þessum og gera smoky áferð á augun.

2. Color Show Mono í litnum Black Out frá Maybelline: næst gríp ég þennan kolsvarta en hann er sá sem er í næst mestri notkun hjá mér. Hann nota ég til að skerpa létt á skyggingu í globuslínunni minni, það þarf að fara varlega í þennan því það þarf ekki mikið af honum og ég vil frekar ná að hafa bara létta skyggingu sem ég get þá frekar skerpt á ef mér finnst þess þurfa.

3. Color Tattoo 24H í litnum On and On Bronze frá Maybelline: Ég hef elskað Color Tattoo augnskuggana frá því ég prófaði þá fyrst. Bronzliturinn er einn af þeim nýjustu og þessi er must have!! Ég er voða mikið með þetta lúkk þegar ég fer t.d. með námskeið inní menntaskóla og þær falla allar fyrir þessum eins og ég. Ég set hann bara yfir mitt augnlokið og dreifi vel úr þannig sanseraða áferðin fari yfir allt augnsvæðið.

4. Master Precise Liquid Eyeliner frá Maybelline: Næst er komið að mínum allra uppáhalds eyelinertúss – eins og ég segi sjálf þá hef ég prófað þá alla og þessi finnst mér alltaf bestur. Ég hef mikið heyrt frá öðrum konum að þeim finnist hann þorna hratt upp en ég hef aldrei orðið vör við það og á mína mánuðum saman. En eitt ráð er að þrýsta svampinum niður til að ná litnum í svampinn ef ykkur finnst hann þur – virkar alltaf! Ég set eyelinerinn meðfram efri augnhárunum og aðeins meðfram neðri augnhárunum og klára svo með því að setja hann inní vantslínuna.

5. Falsies Feather Look mascara frá Maybelline: Þá er svo komið að mínum uppáhalds maskara frá Maybelline, þessi finnst mér alltaf bestur ég elska burstann og hvernig ég get haft augnhárin bæði settleg og svo ýkt þau til muna. Ég byrja á því að setja eina umferð, set svo augnhárin og svo set ég aðra umferð af maskara.

6. Pretty Lady augnhár frá Tanya Burr: Loks til að fullkomna umgjörð augnháranna eru það þessi glæsilegu augnhár frá Tanya Burr. Ég elska Pretty Lady þar sem þau eru ekkert svakalega ýkt og fólk tekur nefninlega alls ekki eftir því að ég sé með augnhár. Þau eru fyrst og fremst að þétta augnhárin og koma svakalega vel út. Helsti kosturinn sem ég sé við TB augnhárin eru hversu ótrúlega létt þau eru og ég tek varla eftir því að ég sé með þau! Áður en ég set límið á þá auðvitað klippi ég þau af svo lita ég röndina með svarta blauta eyelinernum svo hún verið kolsvört og aðlagi sig frekar að eyelinernum – þetta er snilldartips sem ég lærði frá einni frábærri!

árshátíðarförðun

Förum svo aðeins yfir húðina sem er að sjálfsögðu ljómandi en eins náttúruleg og ég gat haft hana – þetta er mikið af þeim vörum sem þið hafið verið að sjá hjá mér í lúkkum undanfarið en ég er búin að taka ástfóstri við þær allar!

árshátíðhúðHér eru svo vörurnar sem ég notaði fyrir húðina já og varirnar…

1. Enlighten EE Cream frá Estée Lauder – Kremið sem ég nota á hverjum einasta degi, aftur sit ég hér og skrifa með ekkert á húðinni en þessa fallegu vöru. Ég skil vel afhverju Pixiwoo systurnar tala svona vel um það ég á ekki eitt slæmt orð til að segja um það.

2. Couture Eye Primer frá YSL – augnskuggaprimerinn sem ég sagði ykkur frá í gær er þó í raun fyrsta augnförðunarvaran sem ég ber á húðina og þessi vara og EE kremið eru vörurnar sem ég byrja förðunina á og svo færi ég mig yfir í augun. Mjög gott að leyfa allra fyrsta grunninum að jafna sig á húðinni og þorna vel áður en þið farðið yfir hann.

3. Miracle Cushion farðinn frá Lancome – Svo þegar augnförðunin er klár þá sný ég mér að húðinni, þá er það fljótandi farðinn í svampinum frá Lancome sem ég gríp næst í, set yfir alla húðina og fullkomna áferð hennar. Glæsilegur farði og kíkið endilega á fyrir&eftir færsluna sem er hér aðeins neðar.

4. Cover Stick frá Maybelline – hyljari er alltaf möst að mínu mati og ég hélt nú aldrei að ég myndi taka ástfóstri við stift hyljara en vitið þið hvað þessi er farinn að minna mig óneitanlega á gamla Dream Mousse Concealerinn sem var til fyrir nokkrum árum hjá Maybelline og ég grét þegar hann hætti ég var svo sár hann var minn allra uppáhalds. En ég stimpla honum bara yfir svæðin sem ég þarf að fela og dreifi svo úr með buffing bursta og blanda saman við farðann.

5. Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills – eftir að ég skildi almennilega hvernig ég gæti notað alla þessa glæsilegu liti án þess að líta út eins og Kim Kardashian nota ég fátt annað og ekki einu sinni dags daglega. Ég þarf endilega að fara að gera almennilega sýnikennslu fyrir ykkur með þessari pallettu sem fæst á nola.is.

6. Blush Subtil kinnalitur frá Lancome í litnum Pépite de Corail – Með þessum glæsilega kinnalit fær húðin mín fallegan og náttúrulegan ljóma. Þó hann virðist litmikill þá heillast ég helst af tóninum en ég heillast alltaf frekar af áberandi og sterkum kinnalitum en öðrum – veit ekki hvað það er!

7. Well-Rested frá bareMinerals – Æðislegi ljómapenninn sem fullkomnar áferð húðarinnar. Ég set þennan undir augun og ofan á kinnbeinin til að fá frísklega áferð. Svo set ég aðeins fyrir ofan efri vörina til að draga athyglina að vörunum.

8. Rouge Volupté frá YSL í litnum Nude Beige – þessi fullkomni varalitur sem mér finnst bara passa við allt og ég mæli hiklaust með honum ef ykkur vantar fallegan nude lit. Síðasta varan sem ég nota í þessu lúkki og setur punktinn yfir i-ið!

árshátíðarförðun4

Hér sjáið þið svo einu dressmyndina sem var tekin þetta kvöldið þó mögulega kannski birtist myndir annars staðar en það kemur þá fljótlega í ljós. En við vorum sein eins of ávalt svo ekki gafst tími í sérstaka dressmyndatöku en það er allt í góðu þar sem þessi æðislegi kjóll verður notaður við mörg tilefni hér eftir.

11046967_10205330450935060_8992152106520902624_n

Ég og mín besta Íris Tanja en maðurinn hennar og Aðalsteinn vinna saman á vísi.is og við vinkonurnar erum voða lukkulegar með að fá því að fara saman á árshátíð!

Kjóllinn er glæsilegt handverk yndislegu vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur í Hafnafirðinum. Ég hafði samband við hana í mikilli geðshræringu þar sem ég ætti ekkert til að vera í og elskan sem hún er tók á móti mér inní búðinni sinni. Leyfði mér að máta það sem ég vildi og náði svo í þennan kjól og sagði mér að fara í hann. Eins og svo oft áður hafði meistarinn rétt fyrir sér og hann fór mér langbest af öllum en þetta var samt kjóllinn sem ég hefði líklega aldrei mátað af fyrra bragði sjálf. En kjóllinn er úr þægilegu svörtu efni, tekin saman um mittið svo kúlan fær að njóta sín en svo er kjóllin alveg gólfsíður og mér leið svo vel í honum allt kvöldið.

10922414_10153000683635520_2249309670124450564_n

Hér sjáið þið kjólinn glæsilega enn betur, ég held satt best að segja að þetta sé svona kjóll sem fari öllum konum vel – sjáið bara hvað Magdalena Sara er glæsileg í honum!

Við kjólinn valdi ég svo þægilega támjóa ökklaskó frá Bianco sem komu virkilega vel út með kjólnum og þá mun ég líklegast nota áfram við hann í þeim tilefnum sem kjóllinn verður nýttur í en í júní eru t.d. tvö brúðkaup á dagskránni og ég hlakka nú þegar til að fá að klæðast þessari gersemi aftur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt eða fengið sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Leyndarmál Makeup Artistans: Augnskuggaprimer

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Sæunn

    5. March 2015

    Ótrúlega falleg förðun. Ég væri mjög til í sýnikennslu á contour pallettunni :)

  2. Sirra

    5. March 2015

    oh vá geggjaður kjóll!! og þú svo sæt og fín :)

  3. Inga Rós Gunnarsdóttir

    6. March 2015

    Þú ert alveg ljómandi falleg á þessum myndum, veit ekki hvort það er förðunin eða óléttan. Kannski bara bæði :)

  4. Elsa

    6. March 2015

    Hvaðan er dressið sem vinkonan er í?

    • Hæ Elsa! Þessi glæsilegu kjóll kemur úr fataskápnum mínum við vinkonurnr höfum alltaf verið duglegar að deila með okkur fallegum flíkum. Kjólinn fékk ég á ebay fyrir nokkrum árum en hann er vintage :)

      • Elsa

        6. March 2015

        Hann er to die for – en báðar glæsilegar :-) Þakka svarið.

  5. Tara

    6. March 2015

    Hæ Erna. Ég keypti mér Rouge Volupte í nude beige í vikunni og var að spá hvernig þú notaðir hann. Notarðu varablýant eða grunnarðu varirnar á einhvern hátt?

    • Hér er ég ekki með neitt undir, ég á samt nude varablýant frá YSL sem ég hef notað með þessum en ekki í þetta sinn, hér grunna ég bara með léttum hyljara :)

  6. Guðríður Þorgeirsdóttir

    6. March 2015

    Hæ hæ
    Er Cover Stick hyljarinn til á Íslandi?