fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: Augnskuggaprimer

AugumakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Það eru nokkrar svona vörur sem eru ómissandi í kitt hvers makeup artista – vörurnar sem eru þessir ómissandi fylgihlutir sem fullkomna farðanirnar. Í mínu tilfelli er ein af þessum vörum augnskuggaprimer…

Það er ekki svo langt síðan ég fór að nota augnskuggaprimer að staðaldri. Ég var aldrei vön því að nota sérstaka primera fyrir augun, ég notaði primer fyrir húðina og notaði kannski blýanta og krem augnskugga sem grunna en svo þegar maður fer að prófa svona alvöru augnskuggaprimera þá finnur maður alveg að það er mikill munur þó hitt sé allt frábært líka.

Hér eru nokkrir kostir sem felast í því að nota augnskuggaprimera og nokkur tips frá mér til ykkar…

  • Þeir sem eru með smá lit í jafna lit húðarinnar í kringum augun sem er stundum aðeins dekkri á litinn en restin af húðinni. Þessi litamunur getur komið í gegn sérstaklega þegar við notum ljósa augnskugga en með því að grunna augnsvæðið fyrst með primer þá eyðist þessi litur.
  • Primerarnir gera fullkominn grunn fyrir augnfarðanir, þeir jafna áferð húðarinnar og gera fullkominn striga fyrir fallega augnförðun.
  • Þeir mynda himnu yfir húðinni sem gerir það að verkum að það mattast alveg og primerinn myndar eins konar himnu sem kemur í veg fyrir að olía frá augnlokum smitist í augnskuggana. Frábært tips ef þið eruð t.d. með olíurík augnlok.
  • Þeir geta breytt áferð augnskugganna ykkar annað hvort gert þá mattari eða gefið þeim sanseraða áferð.
  • Vegna mjúku áferðarinnar sem þeir gefa augnlokunum verður allt miklu auðveldara, það verður auðveldara að dreifa úr augnskuggum og það verður sérstaklega auðveldara að blanda þeim saman og mýkja áferð þeirra.
  • Svo að sjálfsögðu auka primerarnir endingu augnfarðananna ykkar!

augnskuggaprimer5

Ég er búin að prófa þá nokkra af augnskuggaprimerunum og ég er alveg dolfallinn yfir einum af þeim nýjustu á markaðnum í dag sem er Couture Eye Primer. Hann minnir eginlega helst á þéttan hyljara en hann er með svona léttum ljósum litatóni sem fullkomnar litarhaftið í kringum augun mín. Ég er búin að nota hann með hverri augnförðun síðan ég prófaði hann fyrst og hann svo sannarlega gerir fullkominn grunn fyrir hvaða augnförðun sem er. Það sem hann gerir líka er að hann kemur í veg fyrir að olía smitast í augnförðunina og hún fer í línur, ég veit ekki með ykkur en það er eitthvað sem ég bara þoli ekki svo augnförðunin verður svo sannarlega fallegri með augnskuggaprimer.

Ef ég er að nota augnskuggaprimer þá er hann það fyrsta sem ég set á húðina, ég hef verið að venja mig á það að byrja á því að gera augnförðunina eða alla vega grunninn að henni sérstaklega þegar ég er með dökka augnskugga því þá þríf ég bara það sem ég þarf að þrífa en þarf ekki að farða yfir það svæði aftur. Svo leyfi ég primernum að liggja aðeins á húðinni – passið samt að setja primerinn alveg yfir auglokið og uppá augnbeinið alveg uppundir augabrúnina. Það geri ég til að passa uppá það að áferð augnförðuninnar haldi sér alveg því ég tek alltaf augnskugga aðeins uppá augnbeinið og ef ég set ekki primerinn alla leið getur áferðin skyndilega breyst og skörp skil komið í gegn.

Svo finnst mér líka bara æðislegt að nota primerinn dags daglega fyrir náttúrulegar farðanir til þess að jafna litarhaftið. En mig langaði að sýna ykkur dæmi um aungförðun þar sem ég byrja á því að gera grunninn með Couture Eye Primernum frá YSL…

árshátíðarförðun

Mér finnst alveg dásamlegt hvernig ég næ þessari fullkomnu smoky – reykáferð – þarna alveg efst við augnbeinið.

Það er svo sannarlega þess virði að skoða það að splæsa í augnskuggaprimer sérstaklega fyrir ykkur sem viljið auðvelda ykkur verkið og fyrir ykkur sem eruð duglegar að því að gera alls kyns augnfarðanir. Annars lofa ég nú að fara að segja ykkur meira frá árshátíðarförðun síðustu helgi – sú færsla átti að koma í dag en fær að víkja fyrir þessari leyndarmála færslu þar sem mér fannst bara hreinlega löngu kominn tími á nýja þeirrar tegundar!

Þess má geta að á morgun hefst YSL kynning í Lyf og Heilsu Kringlunni og því er 20% afsláttur af öllum vörum frá merkinu 5.- 8. mars – um að gera að splæsa í nýja fína förðunarvöru og ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða augnskuggaprimerana en þessi kemur í tveimur litatónum ég er með þann ljósari. Svo eru 10 lita augnskuggapalletturnar náttúrulega trylltar en ég ætla að segja ykkur betur frá þeim seinna.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Fyrir og eftir með Miracle Cushion

Skrifa Innlegg