Þegar ég var svona 12 ára þá var body glimmer og glimmer hársprey staðalbúnaður ungra stúlkna og ég man það fyrir ein áramótin þá var ég bókstaflega öll útí glimmeri. Það var ekkert það allra smekklegasta og við getum sagt að það hafi verið glimmer útum allt í kringum mig en gaman var það þó! Ég hef verið að taka eftir nýju trendi sem er að skapast aftur og það er hárglimmerið. Er þetta trend ekki eitthvað sem er tilvalið til þess að nýta sér fyrir fimmtudaginn næsta. Kannski ekki taka því jafn hátíðlega og 12 ára ég gerði ;)
Ég lagðist aðeins yfir Pinterest um daginn til að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að deila með ykkur…
Fýla þetta í tætlur! Stórar og fallegar gylltar glimmer agnir…
Hér er sett glimmer yfir úrsér vaxna hárrót – kannski eitthvað til að seinka því að fara í litun?
Mér finnst einhvern vegin fallegra að setja svona stærri agnir hér og þar yfir hárið. Gefur dáldið fallega áferð og skemmtilegan glans yfir allt hárið.
Grænt glimmer í dökkt hár!
Elska þetta líka! Stórar og fallegar stjörnur – hver veit nema ég leiki þetta eftir. Hér er líka aðeins einfaldara að plokka glimmerið úr hárinu…
Allt hárið sleikt aftur og fallegt glimmer sem endurkastar birtu!
Svo er eitthvað voðalega elegant og kvenlegt við þessa einu fínu glimmerrönd!
Kannski aðeins of mikið… En flott mynd!
Svo fyrir ykkur sem viljið taka þetta ALLA leið!
Ég setti hárið mitt allt upp yfir aðfangadagskvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða áramóta hárið – stjörnu glimmer hárið kemur sterklega til greina. Held það sé ekki sterkur leikur að ég fari að setja mikið af litlum glimmerögnum yfir hárið svona tveimur dögum fyrir brúðkaup ;)
Erna Hrund
Skrifa Innlegg