fbpx

Gleðilega hátíð ♡

BrúðkaupLífið MittTinni & Tumi

Yndislega fjölskylda, vinir, kunningjar og bara allir þeir sem eru að lesa þessa færslu. Okkur fjórum langar að senda ykkur innilegar hátíðarkveðjur og vonum að þið hafið notið hátíðanna með ykkar fólki!

Í ár vannst því miður enginn tími fyrir okkur til að senda út jólakort yfirvofandi brúðkaup já og þriggja ára afmæli hjá stóra krúttkallinum fyrir utan svo jól og áramót – já jólakort voru bara ekki ofarlega á to do listanum. Þó við reyndar tókum jólakortamynd og allt saman. En í staðin fæ ég bara að birta hana hér…

fjolskylda fjolskylda2

Árið gefur svo sannarlega verið gjöfult fyrir okkur fjölskylduna en hæst bar þó þegar fjölskyldan stækkaði um heilan Tumaling sem gleður okkur öll svo mikið á hverjum einasta degi. Hér heima gengur hann þó helst undir nafninu Lilli (mamman kallar hann það) og músarass (sem Aðalsteinn og Tinni nota mest – kennum Aðalsteini um það…).

Nýtt ár hefst svo á miklum gleðskap þar sem brúðkaupið nálgast óðfluga og við erum farin að hlakka alveg óskaplega til að gleðjast með fólkinu okkar og fagna ástinni okkar.

En smá frá mér til ykkar kæru lesenda sem kíkja hér inn í hverri viku, stundum á hverjum degi! Án ykkar væri alls ekki jafn gaman að halda úti þessari síðu og án ykkar væri ég eflaust ekki enn að þessu. Takk fyrir allt gamalt og gott og ég hlakka til nýs árs með ykkur, síðunni minni, breytingum og nýjum tækifærum. Ykkur öllum þakka ég fyrir allt það gamla og góða og tek fagnandi á móti nýju ári!

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR – MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL AÐ SKAPA NÝJAR MINNINGAR Á ÁRINU 2016!

Ykkar,
Erna Hrund

Multimasking með Blue Lagoon

Skrifa Innlegg