fbpx

Annað Dress: Y.A.S.

Annað DressÉg Mæli MeðFashionLífið MittLúkkMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Ég skellti mér í stórafmæli til kærrar vinkonu um daginn. Það er alltaf sama sagan þegar ég er að fara eitthvað svona út þá reyni ég að nýta það sem afsökun til að kaupa mér eitthvað nýtt. En þar sem ástand fataskápsins og magnsins þar inni býður ekki uppá það á ákvað ég að slá til og endurnota einn af mínum uppáhalds kjólum sem ég fékk mér fyrir síðustu áramót.

Kjóllinn er heldur litríkur eins og þið sjáið neðar hér í færslunni svo förðunin var í klassískari kantinum. Ég er svo ánægð með Naked 2 pallettuna mína og ég setti bara mattan brúnan skugga yfir allt augnlokið en bætti smá ljósum sanseruðum í innri augnkrókana. Svo er varaliturinn Please Me frá MAC sem gefur matta áferð ofnotaður í augnablikinu og algjörlega ómissandi í mína snyrtibuddu.

Hér sjáið þið förðunina mína fyrir þetta kvöld – þykkar augabrúnir, ljómandi húð og náttúruleg augu…

yasdress3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði fyrir förðunina…

yasdress5

Húð:
5 sec Optical Blur frá Garnier – CC krem frá Make Up Store – Wonder Powder frá Make Up Store – Lumi Magique Primer – Josie Maran, Argan Infinity Lip and Cheek Creamy Oil.

Augu:
Urban Decay Naked 2 augnskuggapalletta – Urban Decay Eyeshadow Primer Potion Original – Eyebrow Duo frá Anastasia.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC

 

En að kjólnum og dressi kvöldsins…

yasdress

Ég dýrka þennan kjól en hann er frá merki sem heitir Y.A.S. sem er mitt uppáhalds merki í versluninni Vero Moda. Þegar ég keypti reyndar þennan kjól var merkið inní Selected en það er aftur komið á sinn stað:)

Ég elska litina í kjólnum, efnið og sniðið en hann er kannski heldur mikill glamúr fyrir heimapartý. En mér fannst að með því að klæðast svörtu yfir hann, flatbotna skóm og messy bun í hnakkanum þá varð hann mun passlegri og settlegri.

Um daginn fékk ég að skyggnast inní lookbækurnar fyrir haustlínuna frá Y.A.S. sem er tryllt og ég finn strax að það verður ekki mikið til í buddunni minni í haust því að sjálfsögðu verð ég að eignast allt saman. En auk þess að það bætast við falleg föt í úrval verður lína af sportfatnaði frá Y.A.S. fáanlegt í verslunum Vero Moda á Íslandi og flottari íþróttaföt hef ég sjaldan séð – öðruvísi tísku sportföt – I like;)

Haustlína Y.A.S. ásamt sportlínunni verður til sýnis í Vero Moda Smáralind á föstudaginn milli 17:00 og 19:00 – ég verð að sjálfsögðu þarna og dressið á myndinni fyrir neðan verður mitt.

VeroModa bodskort YAS OK

 

Ég ætla reyndar ekki bara að vera þarna til að dást að fötum heldur verð ég með smá kynningu á nýja lúkkinu frá Smashbox sem heitir SANTIGOLD.

Hlakka til að sjá sem flestar!

EH

Ráð fyrir þurra húð

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Margrét

    30. April 2014

    Mjög flott! Elska líka Please me frá MAC, ofsa fallegur :)

  2. Unnur Lár

    1. May 2014

    Guðdómlegt dress!

  3. Rakel

    2. May 2014

    Skórnir eru æðislegir! Hvaðan eru þeir?

  4. Sonja

    2. May 2014

    Geggjuð peysan sem þú ert í …hvar fékstu hana :)