fbpx

Annað dress: röndóttur feldur

Annað DressFashionLífið MittNýtt í FataskápnumStíll

Stundum á ég það alveg til að nenna að klæða mig aðeins upp á daginn annars er ég voðalega sjúk í að vera bara alltaf í þægilegum fötum sem mér líður vel í og iðulega skelli ég mér bara út í jogging gallanum eða aðhaldasokkabuxum og síðum peysum. En síðasta miðvikudag nennti ég aðeins að punta mig upp og skellti svo um hálsinn dásamlega feldinum mínum sem mér finnst alveg fullkomna dressið.

andrearendur

Feldur: AndreA Boutique, þennan glæsilega feld mætti Andrea með í myndatökunni fyrir Reykjavík Makeup Journal og ég kolféll gjörsamlega fyrir honum. Svo er líka til kápa í stíl sem maður myndi nú vekja mikla athygli í. Mér finnst þessi trefill bara æðislegur og það eru margir sem hrífast mikið af honum.

Kápa: Vero Moda

Marmarajakki: YAS frá Vero Moda

Blússa: Esprit, það er möst að eiga svona ljósbláa í fataskápnum. Þessi var mín fyrsta og ég er búin að bæta tveimur við og með augastað á annarri. Engin þeirra er eins en þessi er klassísk og passar við allt.

Buxur: Scarlett frá Lee – þægilegustu gallabuxurnar í fataskápnum. Ég keypti mér svo nýjar Lee buxur fyrir helgi einmitt hjá henni Andreu í Hafnafirðinum en þær eru kolsvartar og uppháar og hrikalega flottar, þær ætla einmitt með mér í London ferðina í næstu viku.

camilladress3

Mér finnst eitthvað skemmtilegt að taka myndirnar í fallegu nýju götunni minni – næst sýni ég ykkur þó hvernig hinn endi götunnar er :)

camilladress4

Skórnir eru svo auðvitað frá Bianco úr línunni hennar Camilli Pihl sem ég sýndi ykkur HÉR. Einhverjir fallegustu skór sem ég hef nokkur tíman keypt. Þessi týpa er reyndar uppseld en hún er væntanleg aftur. Sömu skór eru reyndar líka til með sléttri leðuráferð. Ég keypti svo aðra líka úr línunni – svona biker boots sem ég þarf að sýna ykkur fljótlega því þeir eru ekki síðri.

En í alvörunni fallegur trefill eða feldur getur gert alveg sjúklega mikið fyrir dress og þó svo mér finnist ég extra fín í þessu dressi þá er það samt helst trefillinn sem fullkomnar það. Svo er hann líka svo hlýr í íslenska kuldanum – alveg möst í þessu veðri.

EH

Gæsahúð á sunnudegi

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sæunn

    19. October 2014

    Þessir skór eru svo geðsjúklega flottir að ég græt það að eiga ekki pening til að eyða í nýtt skópar akkúrat núna. Mér finnst samt svolítið skritið að sjá götuna mína og þá næstu sem myndefni :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. October 2014

      haha – þú verður nú bara að koma og vera með mér í næstu dress myndatöku fyrst við erum orðnar nágrannar :D