fbpx

Gæsahúð á sunnudegi

Ég Mæli MeðFallegtFashionIlmirInnblástur

Í síðustu viku var ný herferð fyrir Chanel no 5 ilminn frumsýnd. Nýtt andlit ilmsins er fyrirsætan Gisele Bündchen en nýja Chanel mini myndin er leikstýrð af engum öðrum en Baz Luhrmann svo að sjálfsögðu er hún alveg stórkostleg og ég lofa gæsahúð – það var alla vega fyrsta tilfinningin sem ég upplifði….

#theonethatiwant

Ég er alveg sjúk í þessa útgáfu af einu af mínu uppáhalds lagi úr uppáhalds myndinni – The One that I want úr Grease – þið sem þekkið söguna á bakvið það hvernig við Aðalsteinn kynntumst ættuð að fatta tenginguna :) Söngvarinn kallar sig Lo-Fang og ég veit lítið sem ekkert um hann en þessi útgáfa af laginu er búin að vera á repeat hjá mér síðan ég sá auglýsinguna fyrst.

Það er hugsað fyrir hverju einasta smáatriði í auglýsingunni og hún hrífur okkur með sér  í einhvers konar Chanel draumaheim. Mér finnst svo magnað hvað eitt ilmvatn getur skilið eftir sig sterka arfleið en  það hefur einmitt þessi ilmur gert. Það er alltaf allt stórkostlegt í kringum hann.

Á blaðamannafundi sem var haldinn vegna frumsýningar auglýsingarnar sagði Baz ótrúlega fallega hluti um konurnar sem eru í aðalhlutverki þarna – Gisele og Coco – þetta sagði hann um Coco –

„It’s the spirit of Coco Chanel that has continued to influence the house. She’s about paradoxes in character – one minute she’s be in trousers on the beach, the next she’d be in a beautiful frock. That’s what I love most about Chanel – it comes from an actual person and the things that she felt and that were real to her. She really changed fashion.“
– Baz Luhrmann

Ég fæ bara gæsahúð aftur og aftur við að sjá þessa flottu, stuttu stuttmynd eða löngu auglýsingu – horfið endilega á hana :)

EH

Glamúr lúkk fyrir helgina

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. æji nei

    19. October 2014

    æji hvað mér finnst þetta eitthvað glatað,
    mamman fórnar vinnunni sinni fyrir pabbann, meðan að stúlkan elst upp við barnapíur, glamúr og mömmu meiköp
    lagið hinsvegar er rosalega fallegt í þessari útgágu

  2. Sunna S

    19. October 2014

    Já sammála síðasta kommenti, finnst þetta alveg steikt bara.

  3. Alex

    19. October 2014

    Í framhaldi af því sem hefur komið fram hérna f. ofan.
    Allt vídjóið er hún í einhverri angist að elta manninn – sem virðist bara gera það sem honum sýnist.
    Haltu mér slepptu mér ástand, sem maðurinn stjórnar algjörlega. Barnapían með barnið, ef konan er upptekin.
    Hún gefur vinnuna uppá bátinn, því hún er svo hrædd um að hann sé farinn frá henni. Sem hann er svo ekki – bara aðeins að halda henni á tánum.

    Þetta eru mjög tæp subliminal skilaboð sem svo stórt fyrirtæki ákveður að senda með merkinu sínu.
    Í rauninni mjög svo augljós skilaboð, að þau eru varla subliminal. Ég hugsaði allan tímann meðan ég horfði „má þetta bara?“ og vona að engin lítil stelpa horfi á þetta.
    Svo breytir hann textanum og segir „You better shape up, cause YOU need a man“, Lagið fær allt aðra merkingu í þessu samhengi. Nærmyndir af líkamanum hennar og fullklæddi maðurinn lætur sig hverfa. Þetta eru rugluð ilmvatnsauglýsingar skilaboð.

    Nú er ég ekki gjörn á að oftúlka svona hluti, ég gat bara ekki setið á mér. Þetta nær bara engri átt. Ég skil ekki alveg drauminn í þessari veröld. Þetta er algjör martröð.

  4. Inga

    19. October 2014

    Vááá! Þetta er magnað! Ég er ekki frá því að smá gæsahúð hafi gert vart við sig…

  5. Steina

    19. October 2014

    Kjánahrollur. Mér finnst þetta ömurlegt.

  6. æji nei

    19. October 2014

    Vá Alex þú náðir þessu alveg með hvað ég var að meina!

    Ekki að ég vilji dæma neinn hérna en mér finnst alveg vanta smá feminíska ádeilu á þessari síðu,
    það eru svo margar ungar stúlkur að lesa hérna sem eru viðkvæmar fyrir svona BS-i, og mér finnst það sérstaklega
    kaldhæðnislegt í ljósi þess sem pistlahöfundur hefur skrifað ádeilur varðandi áhrif glanstímarita og tískurisa á útlitsdýrkun ungra stúlkna….þetta er nákvæmlega það sem þú varst að deila á og er svo upphafið hér…

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. October 2014

      Sæl “æjj nei”, í fyrsta lagi finnst mér mjög leiðinlegt að þú sért ekki til í að koma fram undir nafni – ég ber virðingu fyrir öllum sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri á mínum skrifum enda er það fullkomlega eðlilegt að allir séu ekki sammála mér – heimurinn væri ansi leiðinlegur ef við værum allar eins :)”

      En þar sem þú gerir eitthvað sem ég túlka sem aðför a mínum gildum langar mig að koma fram með mitt sjónarhorn á þetta. Við lifum í heimi sem er uppfullur af alls konar fyrirmyndum – margar góðar og aðrar slæmar. Ég er alveg sammála mörgu sem þið segið bæði þú og Alex og mér finnst bara gaman að þið skulið benda á þetta því þetta er eitthvað sem ég hugsaði ekki útí þegar ég horfði á auglýsinguna (aftur það góða við að við séum allar ekki eins) – en mér finnst ekkert að því að þið bendið á þetta og ég er hjartanlega sammála því að við þurfum að vera vakandi yfir svona hlutum og vera duglegar að benda hver annarri á hluti sem mega fara betur. Í mínum skrifum við þessa færslu var ég einungis að lýsa því að mér fyndist auglýsingin/stutta stutmtmyndin flott og vel gerð. Hér er á ferðinni einn þekktasti ilmur fyrr og síðar og honum hefur alltaf verið gert hátt undir höfði hjá tískuhúsinu og það mun seint hætta. Hvort hann sé góður eða ekki er persónutengt og persónulega hef ég alltaf hrifist af honum og þótt ilmurinn góður. Ég horfði eingöngu á auglýsinguna með ilminn í huga – fátt annað enda er þetta auglýsing fyrir hann – ilmurinn er eitt af aðalsmerkjum tískuhússins og því er allt í kringum hann mjög extravangant – ég fer ekki leynt með það að ég hef gaman af því hvað honum er gert hátt undir höðfi enda arfleið sem ein flottasta konan í tískuheiminum fyrr og síðar skildi eftir sig.

      Ég mun alltaf standa á bakvið mín skrif og mín gildi sem ég hef að leiðarljósi í öllu sem ég skrifa. Ég mun alltaf gera mitt besta til að koma fram sem fyrirmynd ungra kvenna – sama fyrirmynd og ég vil að börnin mín alast upp með. Þú þekkir mig ekki svo best sem ég veit og því vil ég biðja þig að taka það inní myndina. Ef skrif mín hafa á einhvern hátt slæm áhrif útá við finnst mér það mjög leitt og mér finnst leitt ef þessi færsla fór fyrir brjóstið á einhverjum – það var aldrei mín hugsun á bakvið hana – sem á við öll mín skrif. Orð geta sært – ég vona innilega að mín orð í þessari færslu hafi ekki gert það, það var aldrei meiningin, en þín orð hér fyrir ofan særðu mig því ég er ekki svona hugsandi, alls ekki.

      Bestu kveðjur,
      Erna Hrund

  7. Alex

    19. October 2014

    Æj, er maður ekki kominn með ógeð af svona fyrirtækjum sem reyna að selja manni lífstílinn, ekki vöruna sjálfa, sem er svo alveg uppfullur af snarbrengluðum skilaboðum.

    En ætli Chanel verði ekki að skýla sér á bakvið svona rándýra pródúksjon og lífstílsrugl, því það sem þeir hafa í höndunum er í raun og veru bara ilmur sem lyktar eins og amma.
    Já, eg sagði það. Chanel No. 5 lyktar eins og gömul kona. Ekkert svosem að því. En Chanel leggur þvílíkan kostnað í að reyna að sannfæra stelpur um að lyktin sé e-ð öðruvísi en hún í raun og veru er.
    Lyktin er alltíeinu æði, því hún er svo frábær lífstíll!?

    Og með lagið. Það er soldið eitt þegar kona syngur “Better shape up, cause I need a man“ en annað þegar það er sungið “You better shape up, cause you need a man“. Hún hlýtur að þekkja sínar langanir. Afhverju á einhver dúddi að segja henni hvað hana vantar? Hvað veit hann? Afhverju vantar hana mann?

    Verður maður ekki vera soldið gagnrýninn stundum og ekki gleypa við öllu sem þessi bransi sendir út? Sérstaklega þegar skilaboðin eru svona skýr. Ég trúi því bara ekki að fyrirtæki á þessum skala geri nokkurt án þess að það sé vandlega hugsað út í allar áttir. Þess vegna er þetta svona einkennilegt alltsaman.

    Gisele er hinsvegar glæsileg, gott múv hjá þeim að fá hana. Hún gæti selt mér hvað sem er.

  8. Hanna

    19. October 2014

    Sammála þeim hér að ofan. Leiðinleg skilaboð í þessari stuttmynd. Better shape up cause you need að man er ömurleg setning. Fékk enga gæsahúð við að horfa á þetta.. meira svona hvað er í gangi. En hún er auðvitað ótrúlega flott og allt flott í henni en það sem hún sýnir er frekar súrt.

  9. æji nei

    19. October 2014

    Fyrirgefðu meiningin var engan vegin að særa þig,
    enda var enginn að segja að þú værir slæm fyrirmynd eða þessi færlsa vond eða orðin þín sært almenning, og mér finnst þú frábær fyrirmynd, þú ert ótrúlega sterk og stendur á þínu t.d. með skrifin þín og hvernig þú stóðst í hárinu á þessum heilsufréttum eða hvað það var.en ég var að benda á að mér finnst ákveðið ósamræmi þarna á milli skrifa..

    ég var líka að benda á það að passa uppá það sem verið er að hefja upp m.a. með þessari auglýsingu.
    það er alltaf hægt að skrifa einsog þú gerðir, um hvað myndin er vel gerð og flott,
    en hún felur í sér mjög sterk skilaboð til ungra stúlkna…og mér finnst alveg og ég stend við það
    að það má passa sig hvað maður upphefur, að er hægt að útfæra allar auglýsingar mjög vel og fagurfræðilega fallegar en það eru skilaboðin sem skipta máli og skilaboðin í þessari auglýsingu eru að mínu mati léleg.

    Ég tek undir með Alex og segja við verðum að halda í gagnrýnina okkar og ekki gleypa við öllu sem bransinn hleypir út til að selja okkar, hann er að græða á okkur og trúgirni okkar…

    það verður að vera pláss fyrir gagnrýni og umræður sérstaklega varðandi þessi mál…og ekki taka hlutunum persónulega. Þannig að enn og aftur afsakaðu ég ætlaði ekki að særa þig heldur benda á ósamræmi sem mér finnst vera á milli skrifa.

    En ég verð að koma því að að þessi “flottasta” kona í tískuheiminum Coco Chanel var virkur agent fyrir nazistana í stríðinu í Frakklandi…. sorry en ég hef lítið álit á henni og hvernig þetta tískumerki establasaði sig…

  10. Inga Rós

    20. October 2014

    Ég fatta bara ekki þessa auglýsingu. Er gaurinn að þykjast fara frá henni í djóki eða?