fbpx

Annað Dress: RFF off venue

Annað DressAuguBobbi BrownHúðLífið MittlorealLúkkMACMake Up StoremakeupMakeup ArtistSmashboxSnyrtibuddan mínStíllVarirYSL

Eins og þið hafið eflaust séð og lesið ykkur til um þá var haldið RFF off venue partý Coke Light og Trendnet í gærkvöldi. Ég held ég hafi ekki upplifað aðra eins geðveiki í mars síðustu árin en síðustu dagar hafa verið mjög mikil keyrsla sérstaklega kannski vegna þess að maður er í vinnu frá 9-5 og svo að fara á alls kyns spennandi eventi eftir vinnu. En ég skemmti mér ótrúlega vel í gær og vil þakka öllum sem komu kærlega fyrir frábært stuð!

Hér sjáið þið það sem ég klæddist í gær….annaðdresspartý7 annaðdresspartý

Skyrta: ZARA, þessa fékk ég frá manninum mínum þegar við trúlofuðumst fyrir tæpum tveimur árum síðan. Við vorum stödd í Kaupmannahöfn á þeim tíma og ég notaði mikið skyrtuna á meðgöngu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég nota hana ekki ólétt en ég er ástfangin af litnum!

Jakki: Monki, þessi kom heim með mér frá Kaupmannahöfn í byrjun ársins.

Skór: Shoe the Bear, GK Reykjavík. Þið gætuð munað eftir þessum HÉÐAN en í gær notaði ég þá í fyrsta sinn og ég dýrka þá alveg í botn! Ég held þessir verði notaðir meira á næstu dögum og sérstaklega mikið þegar vorið fer að láta sjá sig meira.

annaðdresspartý5

Ég verð svo að taka það fram að ég er gjörsamlega ástfangin af nýja hárinu mínu sem vakti líka mikla lukku í gær. Ég gerði lítið annað en að þvo það með raka sjampói frá Sebastian og notaði svo hárfroðu frá Sasoon sem fæst t.d. hjá Kompaníinu. Loks notaði ég svo nýja alvöru hárblásarann minn – Babyliss Pro – með dreifara til að þurrka hárið. Ég er sjúk í lyftinguna og lífið í hárinu mínu!

annaðdresspartý6

En að förðuninni… Ég er fairn að leggja miklu meiri áherslu á að vera með fullkomna húð og ég var mjög ánægð með lúkk gærkvöldsins.

Húð: BB Cream frá Biotherm, Infallible 24h Foundation frá L’Oreal, Touche Eclait frá YSL, Wonder Powder frá Make Up Store (þetta púður er must have, létt, mattar og gefur ljóma), Capture Soleil sólarpúður frá L’Oreal og Coralisa kinnalitur frá Benefit.

Augu: Microshadow í litunum Cava og Sophisticated frá Make Up Store, Fluid Line gel eyeliner í litnum Our Secret frá MAC, Smashbox Always Sharp 3D eyeliner frá Smashbox og Haute & Naughty maskarinn frá MAC.

Varir: Varablýantur úr varalitatrioi nr 1420 frá New CID og Creamy Matte varalitur í litnum Port frá Bobbi Brown.

annaðdressmakeup5

Ég var líka mjög sátt með makeupið en ég fékk mikið af hrósum fyrir fallega varalitinn;)

Í kvöld er það svo Hildur Yeoman með fríðu föruneyti – hlakka til!

EH

Að vekja húðina á morgnanna

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ampersand

    31. March 2014

    Þú ert ekkert smá flott í skónnum :)

    • ohh takk! fékk fjölmörg hrós fyrir þá – sem er nú skiljanlegt þegar svona fegurð er annars vegar! :D