fbpx

Annað dress og nýtt hár!

Annað DressBiancoFW15Nýtt í FataskápnumVero Moda

Ég er að dýrka allar haustvörurnar sem eru að fylla uppáhalds búðirnar mínar í augnablikinu. Allir fallegu dökku, mjúku litirnir kalla á nafn mitt og ég get ekki staðist þá. Ég fór í smá Smáralindarferð um daginn og keypti nokkrar auka flíkur í fataskápinn ekki það að mig hafi vantað uppfyllingar í hann en æjj þið bara vitið….

Ég klæddist því alfarið nýjum flíkum í vinnunni í gær – já ég var í vinnunni í gær að undirbúa sjúklega spennandi verkefni sem er á fimmtudaginn sem ég iða úr spenningi yfir!

annaðdresshár4

Dressið…. græni liturinn í buxunum poppar svo sannarlega uppá dressið og skórnir hennar Camillu minnar eru auðvitað punkturinn yfir i-ið!

annaðdresshár

Skór: Hönnun Camillu Pihl fyrir Bianco, ég elska skónna mína sem ég keypti úr haustlínunni hennar í fyrra sem eru eins og þessir nema bara svartir. En ég er eiginlega hrifnari af þessum brúnu því liturinn og áferðin í leðrinu er bara algjörlega gordjöss! Skórnir eru svo þægilegir og gott að vera í þeim, þeir fegra fótinn og eru fullkominn fylgihlutur til að gera heildarlúkkið fullkomið. Ég hef ekki tölu lengur á öllum hrósunum sem ég hef fengið fyrir þessa fallegu skó þau eru orðin alveg svakalega mörg!

Buxur: Pieces frá VILA, ég er ekki enn komin á þann stað að ég get hneppt gömlu gallabuxunum mínum án þess að þurfa að eiga á hættu á að geta bara ekki andað. Svo ég keypti þessar buxur sem eru með breiðri teygju í mittið og eru því eins og buxna leggings. Þær eru svakalega þægilegar og mjúkar og gott að vera í þeim. Það var samt liturinn sem heillaði mig alveg samstundis en mig grunar að ég sé að fara að eiga í ástfóstri við hermannagrænt núna í vetur… Er það nokkuð verra. Ég er aftur í þeim í dag við einfalda svarta skyrtu úr VILA líka og mér líkar vel! Það er ótrúlega mikið fallegt inní VILA núna, ég keypti þrjár flíkur þar á föstudaginn en mig langaði í miklu fleiri.

annaðdresshár5

Hárið: Fía á Hárhönnun er minn snillingur, ég treysti henni alveg ótrúlega vel fyrir hárinu mínu. Ég bað hana bara að klippa þannig að það væri nógu sítt til að gera fallega uppgreiðslu fyrir brúðkaupið í janúar. Mér líður alveg svakalega vel með þessa sídd, hárið er svo heilbrigt og fallegt og mér finnst ég bara allt í einu komin með gamla góða þykka hárið mitt. Nú er líka allt upplitaða hárið mitt farið og minn eigin hárlitur fær að njóta sín – þar sjáið þið hann :)

annaðdresshár2

Rúllukragabolur: Vero Moda, þessi kom svakalega á óvart, hann ber ekki mikið með sér þessi einfaldi síði rúllukragabolur og hann sést kannski ekki nógu vel á þessari mynd en klaufarnar á hliðunum gera sjúklega mikið fyrir hann og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn sem er ljós grár. Útaf klaufunum er líka mjög auðvelt að kippa honum upp og gefa brjóst – það eina sem ég pæli í þessa dagana þegar ég kaupi mér föt! Þetta er svona bolur sem passar við svo mikið, hann er ekki of síður svo hann gengur við buxur og klaufarnar gera hann voða töff og kasúal en samt felur hann rassinn svo hann gengur við svona buxnaleggings eins og þessar. Ég er nefninlega ekki alveg viss um að ég gæti verið í þessum buxum með rassinn útí loftið – ekki strax þó ég sé nú alveg með ágætis afturenda ;)

annaðdresshár3

Pleatherjakki: Vero Moda, ég er búin að horfa á þennan alltof lengi, fullkominn jakki til að nota í vinnu því hann er það þunnur að hann gengur alveg til að vera í innandyra en ég er ekki þessi týpa sem getur verið í svona týpískum svörtum aðsniðnum dress jakka dags daglega svo ég veit að þessi verður mikið notaður. En svo er hann nógu þunnur þanig ég get farið í aðra yfihöfn yfir hann. Ég elska waterfall fílinginn sem kemur á hann að framan og hann fer sérstaklega vel með rúllukragaflíkum!

___

Ég er að fýla þessi haustdress í ræmur og ég elska nýja hárið mitt – hvernig lýst ykkur á?

EH

Við elskum Lúllu!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Áslaug

    28. September 2015

    Falleg föt á fallegri konu. Alveg að fíla nýja hárið þitt

  2. Birgitta

    29. September 2015

    Váá elska öll fötin í þessari færslu :) Mannstu hvað jakkinn kostaði? Þrái að eignast hann!

  3. Herdís

    30. September 2015

    geggjað, svo þykkt og fínt hár… Eru þessar buxur til í vila núna eða eru þær gamlar? :)

  4. Disa

    1. October 2015

    Æðislegur jakki, ma eg spyrja hvaða stærð ert þu i jakkanum?