Deginum í dag eyddi ég með fjórum einstaklega hæfileikaríkum konum í lookbook myndatöku – mikið hlakka ég til að sýna ykkur útkomuna. Ég dró kallinn í Smáralindina í gær á meðan við vorum barnslaus, fínt að nýta tímann aðeins tvö í rólegheitum til að reyna að finna jakka á Aðalstein. Það tókst og mér tókst meirað segja líka að finna mér smá fínt :)
Peysa: AndreA Boutique, elska þessa – glæný og fullkomin til að skella svona yfir sig;)
Stuttbuxur: Vero Moda, þesssar komu heim með mér úr verslunarferðinni í gær.
Bolur: VILA
Sokkabuxur: Oroblu
Skór: Din Sko
Hér sjáið þið betri mynd af stuttbuxunum sem ég er í á myndinni. Ég er í smá sjokki yfir gæðunum á myndavélinni á nýja símanum mínum. En fyrr í vikunni lenti Iphone 4 síminn minn í slysi og skjárinn molnaði – ég ákvað því að fá mér nýjan 5S síma sem ég er í skýjunum með. Myndavélin ein og sér er geðveik – síminn er auðvitað snilld líka :)
En stuttbuxurnar sé ég fyrir mér að nota mikið með hækkandi sól. Ég ákvað að taka þær einu númeri stærri til að hafa þær ennþá lausari. Þær eru líka bundnar í mittið svo það er fínt að geta tosað þær aðeins upp og binda betur. Fínt að geta aðeins farið að klæða sig léttar og taka fagnandi við vorinu. Mögulega gerist ég svo djörf í sumar og skarta berum leggjum við þær, líklegra finnst mér þó að sokkabuxurnar lýsist bara. Fyrir áhugasamar þá eru þessar á 6990kr;)
Svo ein baksviðsmynd frá tökunum í dag. Ef ég þekki konurnar sem ég var að vinna með í dag þá er ekki langt í að ég geti sýnt ykkur útkomuna :)
Eigið frábæra helgi kæru lesendur***
EH
Skrifa Innlegg