fbpx

Annað dress: net & nýjir skór

Annað DressBiancoFW15Lífið MittOrobluShopTrend

Mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir ofboðslega fallegar kveðjur og falleg orð sem ég hef fengið frá ykkur frá því ég birti mömmuleikfimi færsluna mína í gær. Það er svo ótrúlegt hvað pressan á okkur mæður getur verið mikil ekki bara frá okkur sjálfum heldur líka fólkinu í kringum okkur. En munið að það besta sem þið getið gert fyrir ykkur sjálfar og fyrir barnið ykkar er að hlusta á líkamann. Margar komast fljótt í gang, sumar taka sinn tíma – það sem mestu skiptir er að við gerum þetta fyrir okkur sjálfar en ekki af því einhver annar er að pressa á okkur. Við þurfum ekki bara að halda líkamlegri heilsu til að vera hamingjusamar mæður við þurfum líka að passa uppá okkar andlegu heilsu***

En mig langaði að deila með ykkur svona fyrsta almennilega haustdressinu sem ég klæddist um helgina í þessu fína haustveðri sem við fengum á sunnudaginn. Ég er samt að elska þetta haustið og vorið eru mínar uppáhalds árstíðir svo gaman að fylgjast með náttúrunni breytast :)

annaðdressnet6

Hlýr trefill, þykkur peysujakki, uppáhalds pleather buxurnar, nýjir skór og uppáhalds trendsokkarnir fyrir haustið!

annaðdressnet

Skór: Hönnun Trine Kjaer (trineswardrobe.com) fyrir Bianco, ég get ekki annað sagt en að ég sé svakalega ánægð með það að uppáhalds skóbúðin sé ekki bara að vinna með uppáhalds norska bloggaranum mínum henni Camillu Pihl en þegar ég frétti af samstarfi þeirra og Trine, sem er uppáhalds danski bloggarinn minn, í byrjun ársins þá æpti ég af spenningi. Það komu tvö skópör úr línunni hennar til landsins og ég fékk þá báða. Þessir sem þið sjáið hér eru einir af þeim – hinir eru einir af tveim skópörum sem koma til greina fyrir brúðkaupið okkar Aðalsteins. Þessir eru leður að innan en einskonar plastkennd áferð að utan. Þessi fallegi blái litur á skónnum kemur svakalega vel út auk þess sem það glansar svo svakalega flott á þá. Mér finnst þetta alveg sjúklega flottir skór og ég vona að Bianco haldi samstarfi sínu við hana Trine áfram.

Sokkar: Tricot frá Oroblu, þessa fínu netasokka tek ég reglulega fram á haustin. Mér finnst þeir setja svo skemmtilegan svip á heildardressið þegar ég er í svona opnum skóm. Þeir rokka líka einhvern vegin upp dressið og eins og einn fyrrum samstarfsmaður minn lagði til á Instagram þá má setja að þetta sé svon TRENDNET! Mér finnst ómissandi að eiga netasokka og netasokkabuxur í fataskápnum fyrir haustið – mæli með að þið tékkið á þessum. Ég er búin að eiga þessa ábyggilega í 1 og hálft ár og það sér ekki á þeim!

annaðdressnet3

Trefill: Pieces frá Vero Moda, ég fékk fyrir litunum í þessum. Þessi fallegi camel litur er einn af aðallitum haustsins og þessi pastelblái er einn af aðal litum síðasta sumars. Saman mætast því trendlitir árstíðanna beggja í einum trefli. Hann er s.s. brúnn enum megin og blár á móti og það er svo gaman hvernig hann breytist bara eftir því hvernig ég set hann á mig. Þarna sneri ég uppá hann þannig þið gætuð séð báða liti en svo get ég alveg líka haft hann þannig að camel liturinn sé aðal eða blái sé aðal. Svo er annað að hann er fáránlega hlýr og mjög stór og breiður svo það er hægt að vefja sér alveg inní hann. Stórir treflar og góðar yfirhafnir eru ómissandi fyrir íslenskan vetur. Síðasta vetur voru svona treflar sömuleiðis mjög vinsælir, ég fékk alltaf valkvíða þegar þeir komu til okkar í Vero Moda og missti af þessum sem mér fannst flottastir – það kom þó ekki fyrir í þetta sinn!

annaðdressnet5

Peysukápa: Only frá Vero Moda, ég veit að vísu ekkert hvað ég á að kalla þessa yfirhöfn því hún er eins og peysa en hún er samt alveg svakalega hlý og þétt í sér og er yfirhöfn svo hún er líka kápa – ég er mjög ráðvillt. En hlý er hún! Við fórum í heillangan göngutúr og ég var bara í þessari og með trefilinn um hálsinn og var í þunnri peysu innan undir – mér leið svo vel. Ég er alveg svakalega mikil peysu kelling en það er gott að eiga nokkrar hlýjar í fataskápnum.

Pleather buxur: So Cool frá Only í Vero Moda, flottustu pleather buxur sögunnar! Ég elsa þessar, áferðin á efninu er svo flott og minni óneitanlega á ekta leður. Það ískrar ekki í þeim þegar maður labbar – hata það – og þær eru svo mjúkar að innan að maður festist ekki í þeim – hata þegar það gerist líka. Ég nota þessar við kjóla, sem buxur – þær eru með rassvösum en ég set reyndar alltaf eitthvað aðeins svona yfir þær en það þarf ekkert endilega. Svo er hægt að bretta uppá þær eins og ég geri hér. Í alvörunni einar flottustu pleather buxurnar sem þið fáið – ég elska mínar og þetta voru einar af fáum buxum sem ég gat notað alla meðgönguna. Já ég var í þessum komin rúmar 30 vikur á leið og þið munið nú eftir því hvernig ég leit út ;)

Æðislegt að fá smá haust inní fataskápinn ég elska þegar búðirnar okkar fyllast af fallegum haustvörum og litum þær verða svo hlýjar og kósý.

EH

p.s. þetta er síðasta dressfærslan þar sem ég sést með allt þetta svakalega síða hár – það fengu 15 cm að fjúka í gær og það er svo flott!!

Nýtt í fataskápinn, nú hefst mömmuleikfimin!

Skrifa Innlegg