fbpx

Nýtt í fataskápinn, nú hefst mömmuleikfimin!

Lífið MittMömmubloggVero Moda

Varúð – konan á myndunum hér fyrir neðan er með aukakíló, hún var nefninlega að eignast barn og lánaði líkama sinn í 9 mánuði í það magnaða ferli. Konur eru alls konar og því er svo sannarlega þessi virði að fagna! Mæður ekki setja of mikla pressu á ykkur til að komast í ykkar besta form stuttu eftir fæðingu, þetta tekur allt sinn tíma og um að gera að njóta þess að eiga fyrstu vikurnar í ró og næði og nýta hann sem mest í að tengjast nýja fjölskyldumeðliminum :)

Í næstu viku ætla ég að byrja í mömmuleikfimi, það er þó á engan hátt jafn mikil hreyfing og var á því námskeiði sem ég fór á eftir að ég átti Tinna Snæ því líkaminn minn er ekki tilbúinn í það. Skrokkurinn fór svakalega illa úr þessari meðgöngu og því kenni ég að miklu leyti fallinu mínu á ósaltaða bílaplaninu fyrir utan Smáralind. Síðan þá hef ég verið í stöðugri meðferð hjá sjúkraþjálfara sem heldur mér og skrokknum gangandi og nú ætla ég í samráði við hana að taka næsta skref. Ég skráði mig á námskeið hjá sjúkraþjálfurum á staðnum þar sem mín vinnur sem byrjar núna á morgun. Þar sem ég hlakka til að styrkja sjálfa mig og taka nokkur skref í áttina að hraustari líkama. Það er ekki gaman að vera 25 ára og emja í hvert sinn og ég þarf að standa framúr rúminu, það tekur mig 2 mínútur að standa upp ef ég sit á gólfinu t.d. að leika við Tinna Snæ. Ef ég fer svo í langa göngutúra þá þarf ég helst að vera með stuðningsbelti um mig miðja svo mér líði ekki eins og ég sé að detta í sundur. Ég reyni svo auðvitað að gera nokkrar æfingar hér heima, grindarbotnsæfingar og magaæfingar en ég er að taka þetta allt saman á rólegum hraða og hlakka bara til að gera smám saman meira og meira í samráði við fagaðila og með stubbalinginn með mér.

Svo það var kominn tími til að uppfæra aðeins íþróttafatnaðinn í skápnum sem hefur svo sem aldrei verið neitt sérstaklega stór hluti af honum og ég á held ég einar íþróttabuxur, allt annað losaði ég mig við fyrir ekki svo löngu síðan. Ég er nú frekar þekkt fyrir að eyða í skyrtur og skó heldur en íþróttaföt. En við vorum að fá æðislega nýja línu af íþróttafötum inní Vero Moda úr línu sem heitir Only Play og ég ákvað að næla mér í nokkrar flíkur í línunni sem mér leist vel á. Ég valdi þær allar með það í huga að ég vildi að mér liði þægilega, ekkert sem þrengdi of mikið að var keypt, en samt valdi ég flíkur sem studdu við líkamann og allt gert með það í huga að ég gæti þurft að gefa brjóst í miðjum tíma.

Hér getið þið séð flíkurnar sem mér leist best á og ég get mælt með fyrir nýbakaðar mæður sem eru eins og ég að koma sér hægt og rólega af stað.

mömmuleikfimi23

Þessi íþróttatoppur finnst mér koma alveg svakalega vel út, ég er í stærð L og ég er ástfangin af þessu fallega munstri. Teygjan fyrir neðan brjóstin er breið svo hann skerst alls ekki óþægilega inní húðina og þrengir of mikið, eins þrengir hann ekki að í kringum handleggina og teygjan er ekki of ofarlega þar. Ég þoli ekki ef teygjan undir höndunum er of há, þá er svo vont þegar hún nuddast í húðina þegar maður er að hreyfa sig.

mömmuleikfimi22

Annað er að það er auðvelt að toga toppinn niður svona ef maður þarf að gefa brjóst.

mömmuleikfimi19

Það kom svakalega mikið af Seamless flíkum í línunni og þar á meðal þessi síðerma bolur sem kom minnir mig líka í svörtu. Vá hvað efnið í honum er mjúkt og þægilegt og það þrengir ekkert að. Ég finn alveg að efnið andar vel og hann mun ekki alveg festast við líkamann þegar ég fer að svitna. Bolurinn er líka bara mjög flottur og ég gæti alveg séð fyrir mér að fara í honum út að labba með vagninn.

mömmuleikfimi18

Bolnum skellti ég bara yfir toppinn hér og aftur er ekkert mál að toga bolinn upp fyrir bjróstagjöf. Já ég er með barn á brjósti og hugsa um lítið annað þegar ég vel mér föt hvort það sé greitt aðgengi að brjóstunum mínum.

mömmuleikfimi21

Svo eru það þessar buxur! Eigum við eitthvað að ræða þetta munstur og þessa svakalega flottu liti. Mér mun klárlega líða eins og ég sé í flottustu buxunum þegar ég mæti í þessum á námskeiðið ekki nema það verði fleiri í þeim sömu og ég þar. En mér finnst mjög gott hve hátt uppá magann ég næ buxunum en teygjan er mjög breið og þið sjáið sirka hvar hún liggur á myndinni þar sem sést vel í gráa bolinn. Ég er með mikið af lausri húð á maganum og þegar ég fer að hreyfa mig vil ég helst að það sé eitthvað sem heldur þétt við húðina svo hún sé nú ekki á hreyfingu með mér – þið mömmurnar skiljið hvað ég meina ;)

Ég auðvitað meika svo ekki að hafa mjóa teygju í mittið því ég mun ekki höndla að hún skerist inní mig – það er bara óþægilegt. Ég skil eiginlega ekki hvað framleiðendum á íþróttafatnaði gengur til þegar þeir hanna buxur með mjórri teygju í mittið.

mömmuleikfimi20

mömmuleikfimi14

Svo er það klassískur svartur stuttermabolur, er ekki alltaf gott að eiga einn svona. Efnið er mjög þægilegt og þó hann sé ekki svona seamless eins og margar hinar flíkurnar sem ég valdi mér þá er hann mjög þægilegur en við sjáum hvernig hann verður svo í hreyfingunni.

mömmuleikfimi16

Svo er hann pörfekt við þessar buxur ég ætti kannski að kaupa mér annað par bara svona uppá að eiga til skiptana ;)

mömmuleikfimi11

Svo er það þessi seamless hlýrabolur, algjör snilld fyrir mjólkandi mömmur og mér fannst hann sjúklega þægilegur og halda mjög vel við líkamann. Ég var smá stressuð að hann yrði of laus í kringum brjóstin en hann var það alls ekki. Mér fannst hann eiginlega miklu þægilegri en toppurinn sem er hérna fyrstur í færslunni og hann mun henta vel í létta hreyfingu – ég er kannski ekki að fara að hoppa á trampolíni í honum :)

mömmuleikfimi13

Hann er svo svakalega flottur í bakið…

mömmuleikfimi10

En nú er komið að uppáhalds flíkunum mínum úr línunni – maður verður alltaf að bíða með það besta þar til seinast.

mömmuleikfimi8

Þessi hettupeysa er ein af seamless flíkunum og vá hvað hún er þægileg, ég elska litinn, ég elska sniðið og þá sérstaklega hvað hún er síð en hún nær niður fyrir rass og við vitum það nú margar að manni líður bara aðeins betur þegar það er eitthvað sem fer yfir rassinn okkar þegar við erum í þröngum buxum.

mömmuleikfimi7

Svo eru það þessar seamless buxur og þó ég sé að missa mig yfir munstrinu á hinu þá eru þessar þær allra þægilegustu íþróttabuxur sem ég hef nokkru sinni prófað. Buxurnar eru svo fáránlega mjúkar og góðar og þær ná hátt upp í mitti og mér leið svo svakalega vel í þeim og bara í þessu dressi.

mömmuleikfimi6

Þessi peysa er bara snilld og viti menn haldið þið að ég hafi ekki átt Nike skó í stíl inní skóskápnum!

mömmuleikfimi3

Þessi litur er svo bjartur og fallegur en peysan er líka til í hinum klassíska lit – svörtu en þá er logo-ið í þessum neon appelsínugula lit.

mömmuleikfimi

Ég hvet ykkur til að skoða þessa flottu línu í Vero Moda, þær eru allar á mjög góðu og sanngjörnu verði og frábært að það bætist við íþróttafatnaður hér í búðirnar heima sem er kannski á aðeins viðráðanlegra verði en margar aðrar flíkur.

Ég er alla vega búin að segja mitt með þær flíkur sem ég valdi mér en það er meira til í búðunum og þess virði að skoða. Þessar flíkur hér fyrir ofan valdi ég allar með það fyrir augum að mér myndi líða vel í minni léttu hreyfingu, ég fengi stuðning við líkamann sem ég þarf og ég eigi auðvelt með að gefa Tuma brjóst ef hann verður svangur í miðjum tíma.

Nú hlakka ég bara til morgundagsins og ég hlakka til að fara að styrkja mig smám saman og bara á mínu hraða – það er það sem þið þurfið að hafa í huga eftir barnsburð kæru mæður. Ekki fara of hratt af stað, hlustið á líkamann það er nægur tími framundan.

EH

Mánudags ljómi...

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Drífa Katrín

    21. September 2015

    Mig langar bara að segja að þu lítur ótrúlega vel út, glóir :)

  2. Edit Ómars

    21. September 2015

    Bara vaaaá hvað þetta eru æðislegar flíkur!
    Og æðislegt að fá tilbreytingu frá bloggurum sem drífa sig beint í ræktina eftir barneignir að taka hnébeygjur og hlaupa og hjóla eins og vitleysingar.
    Mér leið svooo vel eftir að ég var ný búin að eiga mín kríli, naut þess að vera með þeim á hverjum degi og taka þær með mér í mömmuleikfimi án þess endilega að vera að leitast eftir því að grennast, heldur bara að styrkjast og hitta aðrar mömmur.
    Þau eru svo lítil svo stutt og þetta er dýrmætt tímabil sem við þurfum að njóta til fulls! :)

  3. Matthildur

    21. September 2015

    Vááááá….ég er að fíla þessa færslu frá þér þúsund milljón skrilljón sinnum betur heldur en nokkurn tímann færslu um það hvernig einhver stjarna kom sér í form! Dáist að því hvað þú ert einlæg, skynsöm og mannleg…kemur því sem virkilega skiptir máli svo frábærlega vel á framfæri :) Áfram þú …. flotta mamma :)

    P.s. Fötin eru sjúklega flott :)

  4. Fjóla

    21. September 2015

    Verð bara að segja hvað þú ert SÆT!! Ótrúlega flott og æðisleg!! Go mommy booty!! Best í heimi!!

  5. Karen Andrea

    21. September 2015

    Þú ert alltaf svo flott og frábær og æðisleg fyrirmynd :)

  6. Svart á Hvítu

    21. September 2015

    Þú ert ótrúleg og alveg meðetta:) Eru ekki flestar okkar komnar með uppí kok af fréttum um konur sem komu sér í form korteri eftir fæðingu. Við eigum bara að gera þetta á okkar hraða, ég er fyrst núna ári seinna að byrja í ræktinni:)

  7. Hrefna

    22. September 2015

    Mig langar svo að hrósa þér fyrir það hvað þú ert jákvæð, klár, opin og skemmtileg! Mér finnst oft mjög áhrifaríkt að lesa bloggið þitt og það minnir mann á að hætta að rífa sjálfan sig niður yfir ómerkilegum hlutum.
    Endilega haltu áfram að gera það sem þú ert að gera og takk! :) <3

  8. Ingibjörg

    22. September 2015

    Frábær póstur hjá þér og svo heilsteyptur!! ég virkilega fagna svona umræðu!! við erum mannlegar og eðlilegt að við séum með aukakíló eftir 9 mánaða meðgöngu! Við fáum allt of mikið af skilaboðum að við eigum að vera búina ð missa 20 kg fyrstu vikurnar og komanar með sixpakk!!

    p.s. flott föt og þú lítur rosalega vel út!!

  9. Sunna

    22. September 2015

    Ekki segja varúð! það er ekkert til að vara við á þessum myndum ;)
    Aukakíló af hamingju er ekki slæmt ! þú ert rík að eiga strákana þína!

    Langar að bæta við í kommentin að við skulum heldur ekki gera lítið úr þeim sem vilja/geta komið sér
    fljótt í form eftir fæðingu…allar erum við mismunandi…í mismunandi ásigkomulagi við getnað og á meðgöngu ofl…sumar eru í frábæru formi aðrar ekki…aðrar lenda í slysum einsog lýst var hér fyrir ofan og allskonar flækjustig koma upp á meðgöngu/fæðingu sem getur haft áhrif…fögnum fjölbreytileikanum ;)

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. September 2015

      Hjartanlega sammála og frábær viðbót í flóruna hér. Enginn er eins og það er það sem er svo skemmtilegt við að vera til maður er svo einstakur ;) En viðvörunin var svona smá glens bara í byrjun til að létta stemminguna og kannski smá til að fanga athyglina ;)

  10. María

    22. September 2015

    æðisleg föt :)

    En hvar skráðir þú þig á námskeið? langar svo að fara þar sem sjúkraþjálfarar eru að vinna :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. September 2015

      Ég er á námskeiði hjá Styrk sjúkraþjálfun – fyrstu tíminn var í dag og það var æðislegt :)