fbpx

Annað dress: date night!

Annað DressÉg Mæli MeðLífið MittMACMake Up StoremakeupNýtt í FataskápnumShop

Við Aðalsteinn skelltum okkur út að borða á föstudagskvöldið – við fórum loksins að prófa kvöldmatseðilinn á The Coocoo’s Nest og við vorum ekki fyrir vonbrigðum! Pasta gert á staðnum var það sem við völdum okkur af matseðlinum og við fórum alsæl út af staðnum, pakksödd eftir besta pasta sem ég hef smakkað! En á meðan við biðum eftir matnum borðuðum við súrdreigsbrauð – nýbakað – sem mér finnst ekki slæmt, ef ég fengi að ráða væri súrdeigsbrauð eina brauðið sem hægt væri að kaupa í heiminum ;)

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu…annaðdressföst4 annaðdressföst3Deitið mitt :)annaðdressföst7 annaðdressföst5Maturinn hans Aðalsteins….annaðdressföst6Maturinn minn! Ég fæ bara vatn í munninn við að horfa á þessa mynd – ljúffengt!annaðdressföst9 annaðdressföst8

Trench Coat: Object, VILA
Kjóll: Asti, VILA – meira HÉR, ein bestu kaup sem ég hef gert, mæli með!
Sokkabuxur: Rihanna frá Oroblu
Skór: Bianco – meira HÉR

Ég klæddist nýja fallega trench coat jakkanum mínum sem ég er ástfangin af! Hann fylgdi mér heim úr VILA fyr um daginn en búðin er nú með tvo svona jakka. Minn er frá Object og er mjög laus og camel litaður. Minn kostaði 25990kr en svo er til önnur týpa sem er á fáránlegu verði eða 7990kr – hann sjáið þið HÉR. Sú týpa er með plather pörtum og úr aðeins stífara efni. Ég er svo hrifin af svona lausum, stórum yfirhöfnum svo ég féll alveg fyrir þessum. Í gær sá ég reyndar gullfallegan trench coat í Selected sem er svipaður þessum nema örlítið ljósari og meira útí bleikt. Í smástund sá ég eftir því að hafa keypt þennan í VILA en svo komst ég eiginlega að þeirri niðurstöðu að ég ætti bara að eiga þá báða – hef þó ekki fengið þau kaup samþykkt á heimilinu….

annaðdressföst10Ég er sjúklega ánægð með nýju sokkabuxurnar mínar sem eru úr sumarlínu Oroblu sem var að koma í verslanir!! Skórnir eru svo væntanlegir aftur í verslun Bianco í Kringlunni á næstunni hvet ykkur sem langar í þá að fylgjast vel með HÉR.
annaðdressföst2Um augun var ég með vörur frá Make Up Store úr nýju Deluxe línunni frá versluninni – alveg ótrúlega fallegir og eigulegir litir sem ég keypti fyrir nokkru síðan en notaði bara fyrst þarna á föstudaginn. Þið fáið svo að sjá þá betur seinna í vikunni.

Á vörunum var ég með varalit frá MAC sem nefnist Please Me. Litinn fékk ég í goodie bag á sýningu Ganni á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og hann er með mattri áferð. Virkilega fallegur litur sem ég las mér til um að hefði komið 2012 í sölu hjá merkinu, ég veit hins vegar ekki hvort hann sé til á Íslandi en ef ykkur líst vel á hann hafið þá endilega samband við verslanir MAC í Smáralind eða Kringlunni til að fá úr því skorið :)

En ég mæli hiklaust með The Coocoo’s Nest kvöldmatseðlinum hann er ekki síðri en brunchseðillinn!

EH

Sunnudagsglaðningur fyrir tvo heppna lesendur

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Hilrag

    17. March 2014

    en girnilegt pasta, þarf að fara prófa þennan stað sem fyrst!

    xx

  2. Kristjana

    19. March 2014

    Enn falleg og hlý förðun!