Í gær klæddist ég nánast bara nýjum eða nýlegum fötum, mér finnst það aldrei leiðinlegt. Ég er búin af ofnota peysuna sem þið sjáið á myndinni. Mér finnst kaðlamunstur bara svo fallegt og þessi grái yrjótti litur er bara fullkominn. Ég sé fyrir mér að nota peysuna við ljósar gallabuxur og strigaskó eða sandala í sumar.
Mamman skellti bara smá sólarvörn í andlitið og fór svo út – stundum er gott að eiga ómálaða daga inná milli hinna.
Dressið:
Leðurjakki: VILA, Kaupmannahöfn
Peysa: VILA
Skyrta: VILA
Buxur: Pieces Kaupmannahöfn, Just Jude… þæginlegustu buxur í heimi!
Skór: Din Sko
Ég missti mig smá í innkaupum yfir opnunarhelgina á nýju gömlu VILA búðinni. Ég var búin að gleyma því hvað það er hættulegt að vinna í fataverslun – þegar ég fékk aldrei útborgað en átti alltaf ný föt :) Þetta var samt sjúklega gaman, sérstaklega að rifja upp gamla takta!
Leðurjakkinn er held ég bestu kaup sem ég hef nokkurn tíman gert á ævinni en hann er væntanlegur í VILA hér á Íslandi innan skamms. Það komu nokkrir fyrir opnunina í Smáralind en hann seldist strax upp – hann var á 34990kr. Ef þið hafið leitað jafn lengi og ég af fallegum biker jakka þá er þetta jakki sem þið verðið að kíkja á.
EH
Skrifa Innlegg