Ég ásamt fullt af fólki mætti í Hörpuna seinni part fimmtudagsins til að fagna upphafi á Á allra vörum átaksins. Falleg auglýsing, girnilegar veitingar, sirkusatriði og gloss útum allt – viðburðurinn var ótrúlega vel heppnaður og það var magnað að fylgjast með viðbrögðum fólksins í kringum sig þegar sjónvarpsauglýsingin var frumsýnd.
Þegar allir höfðu jafnað sig var svo ríkisstjórnin kölluð uppá svið þar sem henni voru afhent fyrstu glossin og þau hvött til að skera ekki niður í heilbrigðismálum. Mér fannst ánægjulegt að sjá þegar Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra krafðist þess að borga fyrir glossin og mig grunar nú að hann hafi borgað aðeins meira en uppsett verð.
Hér sjáið þið myndirnar sem ég tók í Hörpu:
Ég er nú þegar komin með bæði glossin – búin að hringja inní styrktarlínurnar og er hvergi hætt að styrkja þetta frábæra málefni sem þið getið lesið meira um HÉR.
EH
Skrifa Innlegg