fbpx

Þerrum tárin

Á allra vörum söfnunin ættuð þið öll að þekkja. Á bakvið Á allra vörum standa 3 ofboðslega flottar konur sem hafa staðið fyrir söfnun ásamt fullt af öðru flottu fólki á hverju ári frá árinu 2008 og styrkt málefni sem varða okkur öll sem búum á Íslandi. Við höfum ýmist veitt frjáls framlög eða t.d. keypt gloss frá Dior og lagt góðum málefnum lið. Í fyrra söfnuðust tæplega 100 milljónir sem var safnað fyrir stuðningsmiðstöð fyrir börn með mjög alvarlega, langvinna og ólæknandi sjúkdóma. Stuðningsmiðstöðin Leiðarljós var opnuð í nóvember 2012 og rekstur hennar tryggður til a.m.k. fjögurra ára með fjármagni frá Á allra vörum.

Í ár mun athyglin beinast að málum geðheilbrigðra á Íslandi en safnað verður fyrir sérstakri bráðageðdeild fyrir allra veikasta fólkið. Söfnunin ár verður undir nafninu Þerrum tárin og á vefsíðu Á allra vörum eru þessar myndir birtar í tengslum við söfnunina.

4d9785cf1026cd15 7a3538b6f192e56 18a4cfae82421ca ce19d35b5dd8ba6b efa6ce028b0d14f ed7ff914223f2744

Þetta er mál sem varðar svo ótrúlega marga – ég hef átt ættingja sem hafa þurft á hjálp að halda frá geðdeild Landspítalans og ég var svo glöð þegar ég heyrði að þær Gróa, Guðný og Elísabet ætluðu að beita kröftum sínum til að breyta aðstæðum þar til hins betra.

Á morgun hefst söfnunin formlega en þrátt fyrir það hefur verið opnað fyrir styrktarlínurnar sem þið sjáið hér fyrir neðan.

1236891_10151844796889293_2109805664_n

Ég hvet ykkur til að mæta í Hörpu klukkan 5 á morgun þar sem haldið verður uppá upphaf söfnunarinnar og fyrstu glossin verða formlega afhent. Sjáið meira HÉR.

Ég mun fjalla betur um málefnið, söfnunina, herferðina og glossin á Reykjavík Fashion Journal næstu daga og hvet ykkur til að fylgjast með. Stöndum saman og leggjum okkar af mörkum til að bæta aðstöður þeirra sem mæta alltof oft afgangi.

EH

Videoumfjöllun - Liquid Halo HD Foundation

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    12. September 2013

    Jii hvað þessar myndir ná að snerta mann – svo fallegar og sorglegar.

  2. Már Linnet Óskarsson

    12. September 2013

    Flott vinna, frábærar myndir og Gott Málefni.

    Gangi ykkur vel. Kveðja Mási.