fbpx

ÁRAMÓT: HUGMYNDIR AÐ MAT & DRYKKJUM

UPPSKRIFTIRVEISLUR

Það eru eflaust margir að pæla í hvað skal bjóða uppá á áramótunum. Hér koma nokkrar hugmyndir að girnilegum réttum og drykkjum sem passa vel annað kvöld 

RISARÆKJUKOKTEILL MEÐ AVÓKADÓ
Ljúffengur réttur sem hentar sérlega vel sem forréttur um áramótin. Þetta hefur verið fastur réttur á mínum matseðli um áramót og er alltaf jafn gott!

LJÚFFENG HUMARSÚPA
Klassísk og góð humarsúpa er alltaf frábær forréttur yfir hátíðirnar.

ÁRAMÓTA OSTAKÚLA
Gómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Geggjuð á ostabakkann um áramótin.

DÁSAMLEGUR BRUSCHETTA BAKKI
Bruschettur með þeyttum fetaosti, jarðaberjum og fíkjum og bruschettur með ferskum mozzarella, tómötum, basiliku og hráskinku. Fullkomin blanda og gaman að raða þessu fallega upp á bakka. Passar sérlega vel með ísköldu freyðivíni.

LJÚFFENGT CHEDDAR OSTASALAT
Cheddar ostasalatið klikkar ekki og er frábært á ostabakkann með kexi.

TÍGRISRÆKJUR Í KRÖNSI MEÐ AVÓKADÓ DILL SÓSU
Ljúffengar tígrisrækjur í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma. Tilvalið sem aðeins öðruvísi forréttur eða léttur réttur yfir hátíðarnar. 

HEIT OSTAÍDÝFA MEÐ JALAPENO
Bragðgóð heit ostaídýfa sem inniheldur Philadelphia rjómaost með graslauk, sýrðan rjóma, parmigiano reggiano, jalapeno og cheddar ost! Svakalega góð og passar sérlega vel með köldum drykk og tortillaflögum.

LJÚFFENGAR ANDABRINGUR OG MEÐLÆTI
Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Dásamlegur hátíðarmatur sem ég mæli mikið með.

OREO MARENGSBOMBA
Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum.

GÓMSÆT DUMLEMÚS
Þennan eftirrétt hef ég margoft útbúið.en hann er ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur sem hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.Tilvalinn eftirréttur yfir hátíðarnar.

LITLAR TOBLERONE PAVLOVUR
Hvað er hátíðlegra en Toblerone súkkulað? Þessar gómsætu pavlovur innihalda fullt af Toblerone og fleira ljúffengu.

LITLAR DÖÐLUKÖKUR MEÐ KARAMELLUSÓSU
Þessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum og passa vel um áramótin.

HEITUR HUNANGS- & HAFRA KOKTEILL
Bragðgóður og jólalegur kokteill sem iljar manni í þessum kulda. Kokteillinn inniheldhur heit haframjólk með hunangi og kryddblöndu, viskí og Cointreau.

JÓLA MÍMÓSA
Jólaleg mímósa sem gaman er að skála með um áramótin.  Hún inniheldur ljúffengt rose kampavín og trönuberjasafa.

TRÖNUBERJA GIN
Bragðgóður kokteill sem kemur manni í hátíðarskap. Kokteillinn inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu.

HÁTÍÐAR IRISH COFFEE
Irish coffee í hátíðarbúningi en ég nota Fireball whiskey líkjör með heitu kanilbragði sem gerir drykkinn svo einstaklega ljúfan.

BLEIKUR PARTÝ DRYKKUR
Lúffengan freyðivíns- og gin jarðaberjadrykk með candy floss sem er sérlega góður partýdrykkur.

ESPRESSO MARGARITA
Tequila, Cointreau, kaffisíróp og lime er dásamleg og frískandi blanda sem kemur á óvart.

FRENCH 75
Afar bragðgóður freyðivínskokteill sem mér finnst passa vel á áramótunum til að skála með.

Hér getur þú skoðað fleiri girnilega kokteila sem passa vel um áramótin: trendnet.is/cat/hildurrut/uppskriftir-hildurrut/drykkir/

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ ÁRAMÓTANA Í BOTN! 

// HILDUR RUT

HELGARKOKTEILLINN: HEITUR HUNANGS- & HAFRA KOKTEILL

Skrifa Innlegg