fbpx

OREO MARENGSBOMBA

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan. Ég bar þessa köku fram í barnaafmæli um helgina og vá hvað hún var ljúffeng. Svona tertur eru alltaf vinsælar í veislum og ég mæli mikið með þessari.

Marengs
4 eggjahvítur
200 g sykur
2 dl Oreo crumbs 

Rjómafylling
4 dl rjómi
2 dl Oreo crumbs
200 g jarðaber
150 g hindber

Daim sósa
2 stk lítil Daim (56 g)
1 dl rjómi

Toppa með:
200 g jarðaber
150 g hindber
½-1 stk lítið Daim (28 g)
½-1 dl Oreo crumbs

Aðferð

  1. Þeytið eggin í hrærivél. Blandið sykrinum saman við í smáum skömmtum og hrærið þar til blandan verður alveg stíf.
  2. Blandið Oreo crumbs varlega saman við með sleif.
  3. Útbúið tvo hringlaga botna með því að dreifa blöndunni á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
  4. Bakið við 120°C í 60 mínútur og kælið. 
  5. Skerið berin smátt og þeytið rjóma. Blandið því varlega saman ásamt Oreo crumbs.
  6. Setjið einn marengsbotn á kökudisk, dreifið rjómablöndunni ofan á og setjið hinn marengbotninn ofan á.
  7. Bræðið Daim saman við rjóma, kælið og dreifið yfir marengsinn.
  8. Stráið smátt söxuðum berjum, Oreo crumbs og söxuðu Daim súkkulaði yfir. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FLJÓTLEGT SÍTRÓNUPASTA

Skrifa Innlegg