fbpx

HELGARKOKTEILLINN: FRENCH 75

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Kokteill helgarinnar er ljúffengur og afar frískandi French 75. Hann inniheldur dásamlega blöndu af freyðivíni, gini, sykursírópi og sítrónusafa. Það er ekkert svo langt síðan að ég uppgötvaði þennan drykk en ein yndisleg frænka sagði mér frá honum og hann er strax orðinn einn af uppáhalds.  Hvernig væri að skála í þessum um helgina eða í páskavikunni? Ég ætla allavega að gera það. Skál til ykkar!

1 kokteill
3 cl Roku gin
2 cl sykursíróp
2 cl sítrónusafi
Klakar
1,5 dl Lamberti Prosecco

Aðferð

  1. Hristið saman gin, sykursíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara.
  2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco.
  3. Skreytið með sítrónu og njótið.

Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn

Aðferð

  1. Blandið saman vatn og sykur i í pott. 
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LITLAR VEGAN ÍSKÖKUR MEÐ OREO

Skrifa Innlegg