fbpx

LITLAR VEGAN ÍSKÖKUR MEÐ OREO

EFTIRRÉTTIR & KÖKURGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Mögulega einn af einföldustu eftirréttum sem ég hef gert og þar að auki vegan. Hér kemur uppskrift að mjög svo ljúffengum litlum ískökum með Oreo botni sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Ég nota vanillusósu frá Oatly sem er dásamlega bragðgóð. Þeyti sósuna vel þar til hún verður flöffý og dreifi yfir Oreo botnana. Frysti og dreifi ferskum berjum yfir kökurnar. Nammi! Tilvalinn eftirréttur um páskana.

12 litlar ískökur (einnig hægt að útbúa eina stóra köku)
3 dl Oreo crumbs með kremi (eða mulið Oreo)
3 msk kókosolía, brædd
250 ml Oatly vanillusósa
Fersk ber

Aðferð

  1. Byrjið á því að blanda sama Oreo crumbs og kókosolíu. Hrærið vel saman.
  2. Klippið út 12 litlar plastfilmur og dreifið í botninn á bollakökuformi fyrir 12 kökur.
  3. Dreifið Oreo blöndunni jafnt í formin og frystið.
  4. Þeytið vanillusósuna þar til hún verður létt í sér og dreifið jafnt yfir Oreo botninn.
  5. Frystið í nokkrar klukkustundir og berið fram með ferskum berjum. Njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ SÍÐUSTU MÁNUÐI

Skrifa Innlegg