fbpx

LJÚFFENGT CHEDDAR OSTASALAT

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þetta ostasalat er svo dásamlega ljúffengt. Einfalt að útbúa það og passar sérlega vel með kexi og hrökkbrauði. Svo er það er líka tilvalið fyrir þá sem eru í ketó. Mér finnst svakalega gott að fá mér hrærð egg og avókadó með ostasalatinu. En einnig er frábært að bera það fram í veislum, slær alltaf í gegn! Innblásturinn af ostasalatinu er salat sem við og tengdafjölskyldan mín borðuðum mikið af á Flórída síðustu páska. Við gátum ekki hætt að kaupa það og ég gat ekki hætt að hugsa um það. Ég varð að prófa að gera mína útfærslu af því og það heppnaðist svo vel. Í uppskriftinni eru litlar paprikur en einnig er hægt að nota bara þessar venjulegu paprikur í staðinn. Ég mæli líka með að smakka sig áfram með jalapeno.

6 dl rifinn cheddar ostur
3 msk majónes
4 msk rjómaostur
2 msk jalapeno úr krukku
3 litlar paprikur (pimiento paprikur)
Aðferð
 1. Rífið cheddar ostinn með rifjárni (eða kaupið hann rifinn).
 2. Skerið jalapeno og paprikur smátt.
 3. Hrærið rjómaosti og majónesi saman.
 4. Hrærið öllu vel saman í skál með skeið og berið fram með kexi.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACO TUESDAY : RISARÆKJUTACO

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  • Hildur Rut

   21. March 2020

   Já ég mæli mikið með! Svo gott! :)

  • Hildur Rut

   21. March 2020

   Svo gott! :)