fbpx

LITLAR TOBLERONE PAVLOVUR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftirVEISLUR

Ég gerði þessar undursamlegu pavlovur í samstarfi við Innnes. Það besta við þessar pavlovu er Toblerone súkkulaði! Ég dreifi því yfir pavlovurnar áður en ég baka þær. Svo gott! Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone. Mæli með að bera þetta fram sem eftirrétt og það mun pottþétt slá í gegn! 

Uppskrift að 10 litlum pavlovum
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk borðedik
1¼-1½  Toblerone
3-4 dl þeyttur rjómi
Brómber eftir smekk
Bláber eftir smekk
1-2 ástríðu ávöxtur

Aðferð

  1. Þeytið eggjahvíturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að þykkna.
  2. Bætið sykrinum saman við í fjórum skömmtum og þeytið vel á milli.
  3. Bætið svo edikinu saman við í lokin og þeytir þar til marengsinn er orðinn stífur.
  4. Mótið pavlovurnar með tveimur skeiðum í tíu kökur og dreifið á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
  5. Bræðið eitt Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði (skálin má ekki snertai vatnið fyrir neðan).
  6. Dreifið súkkulaðibráðinu (passið að það sé ekki of heitt) yfir pavlovurnar. Ca. 1 tsk af súkkulaði á hverja og eina pavlovu. Hrærið varlega í súkkulaðinu með skaftinu á skeið eða einhverju öðru mjóu sem þið finnið.
  7. Bakið í 40-45 mínútur við 120°C á blæstri. Slökkvið á ofninum og látið kólna í 30 mínútur eða lengur með ofnhurðina opna. Gott að gera þetta kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina.
  8. Þeytið rjómann. Skerið berin smátt og takið innan úr ástríðu ávextinum. Skerið ¼ – ½ Toblerone smátt.
  9. Dreifið pavlovurnar með rjómanum, berjunum, ástríðu ávextinum og Toblerone.

Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : TYRKISK PASSOA

Skrifa Innlegg