fbpx

HELGARKOKTEILLINN : TYRKISK PASSOA

DRYKKIRSAMSTARF

Það er svo gaman að bjóða uppá girnilega kokteila á sumarkvöldum. Að þessu sinni er helgarkokteillinn ekki af verri endanum en hann bragðast eins og besta sælgæti! Ég gerði hann í samstarfi við Innnes og hann minnir á brjóstsykurinn góða sem er bleikur og svartur að lit og hefur verið vinsæll lengi. Passoa, romm, trönuberjasafi, klakar og tyrkisk peber er mjög góð blanda og gerir þennan kokteil hættulega góðan! Ég ætla klárlega að skála í þessum um helgina.

Uppskrift að einum kokteil
3 cl Passoa
3 cl romm (ég notaði Brugal blanco supremo)
1 dl trönuberjasafi
2 dl mulinn klaki
½ poki Tyrkisk peber brjóstsykur (dugar í nokkra kokteila)
Ástríðuávöxtur (dugar í nokkra kokteila)

Aðferð

 1. Byrjið á því að mylja tyrkisk peber í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.
 2. Hellið brjóstsykursmulningnum á disk og hellið vatn í skál. Skreytið glas með því að dýfa því fyrst í vatnið og láta það svo leka af í nokkrar sekúndur. Dýfið svo glasinu í brjóstsykurinn og þekjið brúnina á því með Tyrkisk peber.
 3. Hellið passoa, rommi, trönuberjasafa og klaka í kokteilahristara og hristið vel í ca. 15 sekúndur.
 4. Hellið í skreytta glasið og skreytið með einni sneið af ástríðuávexti. 

Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

RISARÆKJUR MEÐ AVÓKADÓ, TÓMÖTUM & PARMESAN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Halla

  17. July 2020

  Allar myndir fallegar í pistlum þínum. Takk fyrir. Halla

  • Hildur Rut

   19. July 2020

   Takk kærlega fyrir það ?