fbpx

RISARÆKJUR MEÐ AVÓKADÓ, TÓMÖTUM & PARMESAN

AÐALRÉTTIRFORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þetta er of auðvelt og of gott til að láta þetta framhjá sér fara. Bæði gott sem forréttur eða léttur kvöldmatur. Risarækjur, avókadó, tómatar og parmesan er ljúffeng blanda sem klikkar ekki. Ég nota risarækjur mikið í eldamennskunni minni. Mér finnst æðislegt að eiga þær til í frystinum og eru þær nánast alltaf til á mínu heimili.

Uppskrift fyrir 2
400 g risarækjur, hráar
2 hvítlauksrif, kramin
Chiliflögur, eftir smekk
Salt og pipar
Ólífuolía
2 avókadó
10 kokteiltómatar (eða 2-3 stærri tómatar)
3 msk fersk steinselja
Rifinn parmesan ostur
Aðferð:
  1. Veltið risarækjunum upp úr hvítlauknum, chiliflögum, salti, pipar og ólífuolíu. Skerið avókadó, kokteiltómata og steinselju smátt.
  2. Steikið risaækjurnar upp úr ólífuolíu í ca. 3-5 mín, þar til þær eru fulleldaðar. Dreifið parmesan osti yfir rækjurnar þegar þær eru ennþá heitar og hrærið saman.
  3. Blandið risarækjunum við avókadóið, tómatana og steinseljuna. Dreifið svo að lokum meiri parmesan osti yfir allt saman.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SJÓNVARPSKAKA

Skrifa Innlegg