fbpx

SJÓNVARPSKAKA

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hver elskar ekki klassísku og góðu sjónvarpskökuna a.k.a. Lazy daisy? Í samstarfi við Kötlu ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni að þessari dásamlegu köku. Þessi kaka er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni minni og ég er oft beðin um að gera þessa. Einnig er hún mín uppáhalds en ég hef þróað þessa uppskrift í gegnum tíðina. Í henni er mikið af kókoskaramellu en mér finnst hún aðalatriðið. Kakan er dásamlega mjúk, karamellan stökk og er hún afar ljúffeng með ísköldu mjólkurglasi eða góðum kaffibolla.

2 egg
150 g sykur
1 tsk vanilludropar frá Kötlu
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
30 g brætt smjör
80 ml mjólk
Kókoskaramella
140 g smjör
120 g kókos
130 g púðursykur frá Kötlu
1 dl rjómi

Aðferð

  1. Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. 
  2. Sigtið saman við hveiti og lyfitdufti og hrærið varlega saman. 
  3. Hellið vanilludropum, smjörinu og mjólkinni út í og blandið varlega við.
  4. Hellið deiginu í 22-26 cm smurt kökuform. Mér finnst þægilegt að setja smjörpappír í botninn. 
  5. Bakið í 15-20 mínútur við 180°C.  
  6. Á meðan kakan bakast þá er gott að útbúa karamelluna. Blandið smjöri, kókosmjöli, púðursykri og rjóma í pott og hitið í ca. 5-8 mínútur. 
  7. Dreifið karamellunni á kökuna og bakið í aðrar 12-15 mínútur. Mjög gott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MEXÍKÓSKT LASAGNA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anna Bergmann

    12. July 2020

    Namm, þessa verð ég að prufa!

    • Hildur Rut

      19. July 2020

      Ooo já! Þessi er svo góð ???

  2. Arna Petra

    18. July 2020

    Hún er SVO SVO góð!! Hef bara aldrei smakkað eins góða sjónvarpsköku & þessa

    • Hildur Rut

      19. July 2020

      Ooo, yndislegt? takk kærlega elsku Arna! Ég er svo sammála, elska þessa köku?