fbpx

MEXÍKÓSKT LASAGNA

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þetta ljúffenga og aðeins öðruvísi lasagna í samstarfi við Innnes og vá, mikið er það gott! Mig hefur alltaf langað til að prófa að gera mexíkóskt lasagna og gerði loksins mína útfærslu en mexíkóskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég notaði hefðbundnar ítalskar lasagna plötur frá ítalska merkinu De Cecco (fæst í Nettó og Fjarðarkaupum) sem mér finnast mjög góðar. Í þessu lasagna er nautahakk, salsa sósa, kotasæla, rjómaostur, cheddar ostur og ferskur maís. Toppaði það svo með avókdósalsa, ferskum maís, fetaosti og kóríander. Þetta er vægast sagt gott og súper djúsí! Mæli með að gera þetta um helgina.

Fyrir 4
600 g nautahakk (eða vegan hakk)
Ólífulía
1 laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif
Chili explosion
Paprikukrydd
Salt og pipar
230 g salsa sósa (ein krukka)
De Cecco lasagna plötur
500 g kotasæla (ein stór pakkning)
250 g Philadelphia rjómaostur (ein pakkning)
4 dl rifinn cheddar ostur
1 ferskur maískólfur
1 msk smjör

1 dl stappaður fetakubbur
Cayenne pipar
Kóríander eftir smekk, smátt saxað

Avókadó salsa
2 avókadó
10 kokteiltómatar
Safi úr ½ lime
1 msk kóríander, smátt saxað

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera laufblöðin af maískólfinum með því að skera af efsta hlutann af (þar sem hann er minnstur um sig) og flettið laufblöðunum af honum.
  2. Leggið maískólfinn í eldfast mót, dreifið smjörinu ofan á og bakið í 30 mínútur við 190°C. Skerið eða skafið maísinn af maískólfinum og skiptið í þrjá hluta.
  3. Steikið laukinn upp úr ólífuolíu við vægan hita. Þegar hann er búinn að mýkjast þá bætið þið við nautahakkinu og pressið hvítlauksrifin út í og kryddið. Hellið salsa sósunni út í og hrærið.
  4. Blandið saman kotasælu og rjómaosti.
  5. Smyrjið eldfast mót (ég notaði steypujárnspönnu) með ólífuolíu og setjið til skiptis lasagnaplötur, hakkið, ostablönduna, rifinn cheddar ost og maís. Þið ættuð að ná þremur lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. Ath. ekki setja maís ofan á lasagna í lokin.
  6. Bakið lasagnað í 20-25 mínútur við 190°C með blæstri.
  7. Blandið saman ⅓ af maísnum, stöppuðum fetakubbi og cayenne pipar.
  8. Avókadósalsa: Skerið avókadó, tómata og kóríander smátt. Blandið öllu saman og kreistið lime yfir.
  9. Þegar lasagnað er tilbúið þá toppið þið það með avókadó salsa, maís- og fetablöndunni og ferskum kóríander.

  Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GÆSUN Á SÓLRÍKUM FÖSTUDEGI

Skrifa Innlegg