fbpx

BLEIKUR PARTÝ DRYKKUR

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Við héldum við skemmtilegt partý í vinnunni síðasta vor og buðum uppá ljúffengan freyðivíns- og gin jarðaberjadrykk með candy floss ásamt dásamlegum köku-og jarðaberja bakka.

Ég átti alltaf eftir að deila uppskriftinni að kokteilnum með ykkur og hér kemur hún. Drykkurinn var svo góður og einfaldur! Ég útbjó jarðaberja-og ginblönduna daginn áður, setti í flösku og geymdi inn í ísskáp. Svo helti ég blöndunni í glös, bætti freyðivíni útí og skreytti með candy floss.

Núna eru margir að skipuleggja allskyns veislur og skemmtilegheit og þá er þessi kokteill tilvalinn!

1 drykkur
3 cl Roku gin
2 cl jarðaberjasíróp
2 cl sítrónusafi
Klakar
1,5 dl Lamberti Prosecco
Candy floss

Aðferð

  1. Hristið saman gin, jarðaberjasíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara.
  2. Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco.
  3. Skreytið með candy floss og njótið.
  4. Ef að þið ætlið að útbúa fyrir marga þá er frábært að hrista saman í marga drykki í flösku. Geyma í kæli og hella svo blöndunni í glös, bæta freyðivíni útí og skreyta með candy floss.

Jarðaberjasíróp
400 g frosin eða fersk jarðaber
5 dl sykur
5 dl vatn

Aðferð

  1. Blandið saman vatn, sykur og jarðaber i í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Stappið og blandið jarðaberjunum vel saman við. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGIN Í DUBLIN

Skrifa Innlegg