fbpx

HELGARKOKTEILLINN: HEITUR HUNANGS- & HAFRA KOKTEILL

DRYKKIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Hvað er betra en ljúffengur og heitur kokteill sem iljar manni í þessum kulda? Heit haframjólk með hunangi og kryddblöndu, viskí og Cointreau gerir þennan kokteil svo bragðgóðan og jólalegan. Smá appelsínukeimur, kryddaður og sætur kokteill. Mæli með að nota ikaffe haframjólkina frá Oatly í drykkinn. Hún freyðir svo vel og er bragðgóð. Ég nota mjólkurflóara til að flóa mjólkina en það er ekkert mál að flóa mjólkina í potti. Ekta drykkur til að útbúa þegar þið fáið gesti í heimsókn yfir hátíðarnar eða bara þegar þið pakkið inn jólagjöfum.

1 drykkur
40 cl Jeam Beam Bourbon viskí
10 cl Cointreau
1 1/2 dl Oatly iKaffe Haframjólk Barista Edition
1/4 tsk kryddblanda (1/2 tsk kanill, 1/4 tsk engifer, 1/4 tsk múskat og 1/4 tsk malaður negull)
1 msk hunang
Kanilstöng

Aðferð

  1. Flóið haframjólkina ásamt kryddblöndu og hunangi. Ég nota mjólkurflóara en það er í góðu lagi að nota pott til að flóa mjólkina.
  2. Hellið viskí og Cointreau í fallegt glas. Hellið svo flóaðri mjólkinni út í og hrærið varlega. 
  3. Setjið kanilstöng útí og njótið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BLÚNDUR MEÐ SÚKKULAÐIKREMI

Skrifa Innlegg