fbpx

DÁSAMLEGUR BRUSCHETTA BAKKI

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hvað er betra en dásamlegur bakki stútfullur af grilluðum bruchettum ásamt allskonar góðgæti og ískalt Prosecco rosé með? Maí byrjar heldur betur vel með þessu yndislega veðri og svona réttur á vel við sem snarl eða forréttur í sólinni. Bruschettur með þeyttum fetaosti, jarðaberjum og fíkjum og bruschettur með ferskum mozzarella, tómötum, basiliku og hráskinku. Fullkomin blanda og gaman að raða þessu fallega upp á bakka. Það er líka svo gaman að skála í fallegum glösum en þessi eru úr Heimahúsinu og fást hér.

1-2 bruschetta brauð (ég keypti súrdeigs)
½ dl ólífuolía
2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð
125 g hreinn fetaostur
100 g rjómaostur (ég nota Philadelphia)
2 msk hunang
1 msk pistasíuhnetur (má sleppa eða nota annað)
½ tsk sesam fræ (má sleppa eða nota annað)
200-250 g kokteiltómatar
120-180 g ferskur mozzarella
2 msk fersk basilika
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
Hráskinka og salami eftir smekk
Jarðaber
Fíkjur

Aðferð

  1. Byrjið á því að hræra saman fetaost, rjómaost og hunang með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til blandan verður mjúk. Setjið blönduna í litla skál og dreifið smátt söxuðum pistasíuhnetur og sesamfræjum (eða notið aðrar hnetur og fræ í staðinn).
  2. Skerið tómata, mozzarella og basilku smátt. Blandið öllu vel saman í skál og hrærið saman við ólífuolíu, salti og pipar.
  3. Skerið jarðaberin og fíkjurnar í bita.
  4. Blandið saman ½ dl ólífuolíu og hvítlauksrifi í skál.
  5. Skerið baguette í sneiðar. Dreifið sneiðunum á bökunarpappír eða bakka og penslið báðar hliðar með hvítlauksolíunni.
  6. Steikið brauðið á grillpönnu eða á grilli þar til það verður stökkt og gott.
  7. Raðið öllu fallega á bakka og njótið vel!


VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPSKRIFTAMYNDBAND: VEGAN NACHOS

Skrifa Innlegg